6.10.2008 | 20:05
Mánudagur - Rösklegt hlaup, tvívegis tveir kílómetrar
Þetta var rösklegt hlaup; fyrsta í nokkurn tíma. Tvisvar tveir kílómetrar á hlaupatakti 4:40 og 4:41 mín/km. Ætlaði að hitta Skokkhóp Garðabæjar - hélt þeir væru við æfingar á Kaplakrika - en þar fann ég engan. Er ég hljóp einn, þó ekki alveg einn -- frjálsíþróttafólk spretti úr spori -- rifjaðist upp þegar ég, mjög ungur að árum fór með strætó, heiman frá mér á leiðinni að æfa fótbolta hjá Fram (að mig minnir). Aldrei fann ég æfingasvæðið svo aldrei byrjaði ég að æfa fótbolta. En ég gefst ekki upp með Garðbæinga.
Þessi tví-sprettir voru nokkuð erfiðir og fróðlegt verður hvernig mér gengur næst. Reyni að hlaupa aftur á morgun, dagurinn er nokkuð þéttur, og svo eru tvö tímatökuhlaup í þessari viku: 1. Pávereit á fimmtudag og 2. Geðhlaupið á laugardag. Ef sprækur sem lækur tek ég þátt í báðum annars öðru; kemur í ljós.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 22:34
Sunnudagur - Keypti mér bók: Jóga og íþróttir
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 22:01
Föstudagur - Liðkað í hálku í Hafnarfirð
Þetta hlaup var til liðkunar. Úti var örlítil hálka en autt á milli og stundum stalst ég út á götu; sérstaklega þar sem engin var umferðin. Ekki var sprett úr spori heldur reynt að fara rólega, hlaupatakturinn var 5:58 mín/km og átta km að baki.
Ég var í nýjum Rebok skóm, þeir virðast ágætir. Veit ekki! Kannski of harðir. Kemur í ljós!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 21:35
Miðvikudagur - Loksins út að hlaupa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 22:37
Mánudagur - Nú lofa ég bót og betrun
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 20:04
Þriðjudagur - Rok og rigning, aðeins synt
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 21:38
Mánudagur - Þungur í fratleik
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 20:09
Fimmtudagur - Ekki hlaupið enn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 10:57
Þriðjudagur - Latur til hlaupa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 15:48
Laugardagur - Reykjanesmaraþon PB 1:46:11 og silfur
Í stuttu máli þá hljóp ég, þetta fjórða hálfa maraþon, betur en síðast. Bætti tímann um nokkra tugi sekúndna. Núna 1:46:11 (1:46:56). Ég ætlaði að fara á 1:45, og var nærri því, en það tókst ekki. Kenni ég Grænás-brekku um. Mest best var; ég fékk verðlaun, silfur í mínum aldursflokki. Brautin er skemmtileg og reyndu brekkurnar tvær á; sérstaklega sú Grænás. Þegar ég kom upp hana, og allur mótvindur var að baki, þá lét ég gossa og gaf í. Annars leið mér bara vel í þessu hlaupi og mæti örugglega að ári.
Á morgun verður hvílt og svo verður hlaupið á ný á mánudaginn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)