Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fimmtudagur - Sjúkraþjálfari hittir auman blett

Dóttirin fór á sundæfingu og ég leit við hjá sjúkraþjálfara sem ég er kunnugur. Bar mein á borð og hann studdi fingri á - gat þó ekki eins og Frelsarinn bætt mitt mein með sinni handaryfirlagningu - en sagði, hér skaltu styðja fingri og hreyfa ökklann. Æ! hvað þetta var vont en eftir að hafa gert þetta nokkrum sinnum hvarf verkur og hann sagði það þarf oft ekki meira. Er ég kom heim fékk ég soninn, íþróttamennið, til að gera hið sama og svo píndi barnið föður sinn. Þjálfinn sagð, einnig, að teygjusokkurinn gerir svo sem gagn en hann nær ekki djúpt inn í rist þar sem allt er stirt og stíft - þess vegna skaltu reyna þetta í nokkra daga.


Sunnudagur - Hlauparinn hleypur ekki næstu daga og vikur

Enn aumur til ökkla og annarra svæða þar um kring. Líklega mun það taka nokkrar vikur í viðbót að jafn sig eftir byltuna í fyrra mánuði. Hefi haldið áfram, með dótturinni,að gera armbeygjur: hundrað armbeygjur á sex vikum. Nú er fyrsta vikan að baki og stundum gerði auka æfingar inn á milli. Á morgun byrjar vika númer tvö og mun reyna að halda hana út af sama krafti. Á morgun verða þær svona: 4, 6, 4, 4, 6.

Þriðjudagur - Armbeyjur og aðrar þrautir

Ekkert er hlaupið þessa dagana, er enn aumur í liðbandinu, og nú er ökklinn hitaður og kældur til skiptis á kvöldin. Finn dálítinn mun en líklega er langt þar til verður hlaupið. Ef ekki lagast fljótlega þá verð ég að líta til míns sjúkraþjálfara.

Á flakki mínum um bloggsíður hlaupara fann ég þetta: http://hundredpushups.com og prentaði út æfingaráætlun fyrir fyrstu vikuna. Tók prófið og komst að því að ég er ekki í sérstaklega góðu formi, styrkurinn lítill og dæmdur í byrjendaflokk. Hef leyst fyrstu æfinguna af hendi og svo verður aftur lyft á morgun: 3, 4, 2, 3, 4, og svo á föstudaginn: 4, 5, 4, 4, 5.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband