12.9.2009 | 20:01
Laugardagur - Hjólað eftir snittum
Ég sótti hjólið úr viðgerð í vikunni, nú skipt var um alla teina í afturgjörð nær tannhjólum; gjörð af þessari gerð þolir ekki mikla notkun. Í dag var mér ekki til setunnar boðið, ég varð að fara út að hjóla. Túrinn var stuttur - rúm klukkustund og 30 km. - og fór um innanbæjar. Hjólaði með fram ströndinni og er var ég kom út á enda, við Straumsvík þar sem var verið að opna nýja skítadælustöð og prúðbúnir stóðu, og var mér af einum kunnugum boðið upp á snittur. Að sjálfsögðu þáði græðgigrís nokkrar og hjólaði svo af stað nokkra hringi.
Veit ekki með morgundaginn: Síðbúið bekkjarafmæli hjá dóttur um hádegisbil en eftir það geri ég eitthvað.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 22:55
Fimmtudagur - Það er karl með klofklút í lauginni!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 22:36
Mánudagur - Maður með tábergsblöðru hleypur um Norðurbæinn
Þar sem ekki var hjólað til vinnu og baka, enn brotinn teinn, þá varð ég að fara út að hlaupa. Skv. hlaupaáætlun, sem líklegast nær hámarki í haustmaraþoni í lok október, var mér skipað að hlaupa hratt eins og svo oft á mánudögum. Dagskipunin voru þrír 2,5 km sprettir á hraðanum 5:01-4:48 mín/km. Að sjálfsögðu upphitun, hvíld og niðurskokk.
Kominn út var ég þungur á mér og fann til óþæginda í núningssári frá því í hálfmaraþoninu. Ég límdi það með íþróttateipi frá handboltadrengnum í þeirri von að þetta yrði ekki alslæmt. Svo var strengur í aftanverðu læri en hann hvarf er ég var kominn af stað, og gleymum ekki harðsperrunum frá því á laugardaginn. Til að slá á óværuna þá teygði ég á milli spretta. Annars var þetta með vaxandi hraða og það skal alveg viðurkenna að þetta tók svolítið á. Fyrsti sprettu á hlaupataktinum 4:47, og næstu tveir á 4:44 mín/km.
Á morgun verða hlaupin hvíld en þessi í stað verður sundæfing hjá Görpum - þá mun ég sýna þokkafullt skriðsund í Ásvallalaug.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2009 | 17:37
Laugardagur - Aftur hálft og tíminn bættur
Á síðustu stundu áðkvað ég að taka þátt í Reykjanes-maraþoni. Ég hljóp í fyrra á 1:46:11 klst.; nú var ráð að mæta aftur og reyna að bæta sig. Það voru kjöraðstæður til hlaups - skýjað, átta til tíu stiga hiti og örlítil gjóla. Ég stillti Garminn til viðmiðunar á 1:41 klst. og lagði af stað. Nú var munur að þekkja leiðina. Hún vel merkt og gæslumenn á hverjum gatnamótum. Til að byrja með hljóp ég á jöfnum hraða og gætti mín á því að fara ekki of geyst. Stoppaði á drykkjarstöðvum og gleypti eitt gel. Á 15 kílómetra þurfti ég að pissa og tapaði við það tíma. Svo koma brekka dauðans - Grænás - og þar ákvað að fara á hægum hraða, vitandi að eftir hana var undanfæti. Þá keyrði ég aftur upp hraðan og fór þetta með vaxandi hraða. Síðasti kílómetrinn var erfiður og þá varð ég að bíta á jaxlinn. Tíminn minn, skv. Garmi, var 1:41:45.
Ég fékk útdráttarverðlaun! Mánaðarkort í líkamsræktinni Lífsstíl en þar sem ég er nú ekki alltaf í Reykjanesbæ þá gaf ég það aftur.
Eftir hlaupið er ég þokkalegur. Að vísu með nuddsár á ilinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 22:33
Fimmtudagur - Massamennið gerði drill í djúpri laug
Stórmerkilegt! mennið mætti, fyrir hvatningarorð Steins járnkarls, á sundæfingu með sundgleraugun frá nýkvæntum frænda mínum, Jóa. Tekið skal fram í upphafi að ég kann lítið að synda, lærði mitt skólasund og hef buslað í laugum en legið mest í pottum. Ég mætti á æfingu hjá Görpunum í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Þetta var klukkutíma æfing í fjórum hlutum: Fyrst upphitun, þá, ef ég man rétt, ein ferð á höndum, næst drill - á annarri og hinni - þá bæði á höndum og fótum, í þriðja lagi jafnt og þétt á meðalpúls, og að lokum rólegt. Ekki veit ég um vegalengdina því ég var svo mikið að einbeita mér að synda og bæta stíl og framsetningu. Við vorum tveir á braut og vorum sem ljóslaus skip í myrkri og stímdum ekki ósjaldan hvor á annan. Stundum, er ég var að einbeita mér að synda eingöngu með höndum, sökk ég og saup. Svelgdist á og greip í bakkann. Næsta æfing er á þriðjudaginn - þá verð ég örugglega helmingi betri en ég var i dag. Kominn heim var ég svangur og át kotasælu upp úr dós, þetta þykir sumum á heimilinu skrítinn háttur.
Hjólaði til vinnu og baka - lengdi um nesin tvö.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2009 | 22:17
Laugardagur - Hálft maraþon 1:43:13 PB
Sportleggur hljóp í dag sitt fimmta hálfmaraþon, hið fyrsta var hlaupið 2003. Það voru kjöraðstæður: hæfilega hlýtt, hóflegur blástur og rigndi öðru hvoru. Áður en ég hljóp af stað ákvað ég aðeins eitt: að bæta minn besta tíma um nokkrar mínútur. Ekki eins og í síðasta RM þegar ég ætlaði að bæta tímann um margar mínútur og sprengdi mig á hlaupunum. Minn besti tími til þessa var úr Reykjanesmaraþoni fyrir ári 1:46:11. Ég stillti Hlaupa-Garm á 1:44:00 sem þýðir; að hver kílómetri skyldi hlaupinn á 4:56 mín/km. Ég kom mér fyrir framarlega í hópi hlaupara og gætti þess að fara ekki of geist. Þetta átti að vera mjög taktískt morgunskokk - jafn hraði, ekki of hratt og ekki of hægt. Ég tók tvö orkugel með mér og fékk mér af þeim á annarri hverri drykkjarstöð. Ég ákvað einnig að stopp á hverri stöð til að drekka, hefi aldrei náð því að drekka á hlaupum. Leiðin út á Seltjarnarnes var þægileg en þegar var snúið við og haldið í austurátt fengum við gjóluna í fangið. Ég reyndi að halda jöfnum hlaupatakti og hlaupa ekki einn og yfirgefin; þess heldur vera inni í hópi hlaupara. Þegar var snúið til baka, og gjólan í bakið, þá jók ég hraðann og reyndi að halda honum alla leið. Eftir hlaupið leið mér alveg ágætlega - var bara stífur í lærum og reyndi að teygja. Svo horfði ég á dótturina hlaupa í skemmtiskokki sem var mjög skemmtilegt.Þegar það var að baki fórum við í sund; hún ærslaðist en ég teygði.
Þá koma tölurnar. Byssutími 1:43:13; flögutími 1:42:57. Ég var í 234. sæti af 1.456. Í mínum aldursflokki náði ég 58. sæti 234.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 21:16
Miðvikudagur - Rösklegt hlaup og rúllað um gólf
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 18:05
Laugadagur - Þorsti
Farið var seint af stað í langa helgarhlaupið. Mæðgur eru að heiman, feðgar einir og hlaupameistarinn svaf til hádegis. Dagsskipunin hljóðaði upp 26 km rólegt hlaup. Ég ákvað að fara beinustu leið upp í Kaldársel til að sækja mér ferskt vatn, og finna síðan leiðina yfir í Heiðmörk. Það tók örlítinn tíma en hún fannst og ég hljóp á milli - var aleinn á leiðinni. Kom svo yfir í Heiðmörk og fór þaðan heim með nokkrum lykkjum til að ljúka vegalengdinni.
Ég var þungur á mér; stundum við það að gefast upp en þrjóskaðist við og hélt mínum gangi. Það var mjög gott veður, sólin skein og heitt, ekki beint hentugt hlaupaveður. Af þeim sökum var ég mjög þyrstur og drakk allt mitt vatn fyrr en til stóð. Er ég var kominn inn í Garðabæ og fór eftir einni götunni sá mann vökva plönturnar sínar og fékk að fylla á brúsana. Kominn heim drakk ég næstum tvö lítra og höfuðverkurinn hvarf.
Á morgun tek ég því rólega.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 23:05
Fimmtudagur - Negatíft splitt og sundgarpaburður
Þetta hefur verið framúrskarandi hefðbundið - ég hlaupandi og hjólandi - en undantekning á, og allt frænda mínum, nýkvæntum Jóa, að kenna: Hann færði mér sundgleraugu með styrkleika, og er ég glaður með það. Þá varð mér blindingja ekkert að vanbúnaði að hefja sundæfingar. Fór því í fyrradag, eftir að hafa hjólað til og frá vinnu, í sund og synti smá. Tvö hundruð metra - þunglamalegt bringusund. Bætti um betur í kvöld og fór aftur í sund og synti 300 metra.
Í gær var rösklegt hlaup, 11,2 km. Átti að hlaupa þetta á bilinu 5:26-5:14 mín/km en af alkunnum glennugangi fór ég hraðar. Kepptist við að ná negatífu splitti sem þykir víst töff. Munaði ekki miklu en þó 28/27. Hlaupatakturinn var 5:10, að sjálfsögðu hraðar farið en harðstjórinn Garmurinn lagði upp með.
Á morgun verður hjólað til vinnu og jafnvel hlaupið eitt liðkunarhlaup - rólegt lull - og svo er langt á laugardaginn. Skv. æfingaráætlun, sem nær hápunkti í október er maraþonþrautin verður þreytt - loksins! Á laugardag skal sundgarpurinn hlaupa næstum 26.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2009 | 23:40
Mánudagur - Sprett úr spori
Í kvöld, eftir mat, fór ég út - og eftir venju á mánudögum - upp á Kaplakrika. Hljóp þar níu fjögurhundruð metra spretti á þokkalegum hraða. Átti að fara hvern þeirra á bilinu 4:38-4:26 mín/km. Þetta gekk eftir og var hlaupatakturinn, að meðaltali, 4:10 mín/km og loksins tókst mér að hlaupa á undir fjórum. Alltaf sami glennugangurinn.
Þá náði ég að bæta tímann á hjólatúrnum til vinnu, og er kominn nálægt 29. Held áfram að bæta togið.
Um helgina hljóp ég langt - 22,5 km - og fór víða. Var alveg ágætur. Verst er eftir svona löng hlaup að ég er þá latur við að teygja en reyni samt. Svo hjálpaði ég til við Járnmanninn hálfa sem var í gær. Keppendur voru óheppnir með veður. Þegar líða tók á hjólakeppni, og menn áttu eftir að hlaupa, fór að rigna og stundum tryllingslega.
Á morgun skal hlaupið rólega. Þá verð ég að gera upp við mig hvaða vegalengd skuli hlaupinn í RM. Hér fyrir neðan er mynd tekin í Vatnsmýrarhlaupinu, en því miður er engin mynd til þar sem ég kem í mark. Vafalaust er þar að finna góða grettu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)