Laugardagur - Mitt lengsta til þessa

Dagskipunin hljóðaði upp á 28 kílómetra rólegt hlaup á hægum hraða. Ég lagði af stað um klukkan níu í morgun, því ég vissi að þetta myndi taka einhvern tíma, 2:46 klst.  Ég hafði áður talað við hestafrænda og ákvað að pikka hann upp þegar ég væri hálfnaður með hlaupið. Leiðin var hefðbundin: Slaufa um Setbergið, Lækjargata, Hverfisgata, miðbær og þaðan upp á Holt. Þá var ég búinn að hlaupa fjórtán kílómetrar og Haraldur bættist við og haldið út á Velli og þaðan niður í bæ og út að Hrafnistu og svo til baka um Álftanesveg. Að lokum lykkja um Norðurbæinn og heim. Þegar hlaupagikkir komu heim hófst mikið át og hleðsla eftir átökin. Við drukkum íþróttadrykki, átum próteinstykki og fleira sportlegt. Svo var farið í sund til að teygja og jafna sig eftir átökin.

Þegar ég var búinn að þessu var stefnt í barnaafmæli en ég fylltist þreytu og ákvað hleypa mæðgunum einum en vera sjálfur heima. Ætlaði að leggja mig í smá stund en svaf í þrjá tíma og þegar þetta er skrifað er ég enn svolítið þreyttur.

Annars eru tölurnar þessar: Ég hljóp sömu vegalengd og í síðustu viku, 51 kílómetra. Svo öllu sé haldið til haga þá sleppti ég einu hlaupi, æ! það var svo kalt. Hlaup vikunnar tóku 5:20 klst. Meðalpúlsinn hefur lækkað um sex slög, er núna 145 slög.

Í næstu viku verður þetta með sama hætti - hratt, rólegt, rösklegt, rólegt og hálft maraþon. Nú er bara að jafna sig eftir átök dagsins í dag. Kálfurinn er þreyttur í vinstri kálfa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki vel þá tilfinningu að vera þreyttur eftir löngu hlaupin. Verst að maður drekkur og borðar allan daginn eftir svona æfingar. Viljinn er of jákvæður hjá manni þannig að ekki er hægt að neita sér um það sem er gott og óhollt.

Steinn (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Örn elding

Mikið rétt - maður verður alæta og skiptir engu hvort hollt eða óhollt.

Örn elding, 9.3.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband