Föstudagur - Hefðbundið liðkunarhlaup á 132 slögum

Ég nennti ekki að hlaupa í frostinu á miðvikudaginn. En, á föstudögum, eins og allir mínir dyggu lesendur vita, að þá er létt liðkunarhlaup fyrir lengri hlaup á laugardögum; farið er rólega um hverfið. Keppst við að fara eins hægt og mér er uppálagt - það tókst næstum og viti menn púlsinn hefur aldrei verið eins lágur, 132 slög.

Á morgun verða hlaupnir 28 kílómetra á rólegum hraða og þá verður best að klæðast í tvöföldum buxum - ef mér verður kalt þá fæ ég verk í sköflunginn sem hverfur ekki fyrr en ég er orðinn sæmilega heitur. Fyrst ætla ég að hlaupa lykkju um hverfið og slaufu um Setbergið, og sækja svo "hestafrænda" upp á Holt, og hlaupa með honum síðustu kílómetrana. Þetta verður spennandi - mun skrokkurinn þola álagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband