Þórsdagur - Sami hringur og áður

Ekki var hægt að hlaupa í gær vegna veðurs. Gott veður þegar ég koma heim úr vinnunni og henti öllu frá mér og fór út. Fór sama hring og í byrjun viku, 8 km. á 47 mínútum. Ekki mikill hraði en eitt af markmiðunum er að fara hægar yfir, þá er álagið á eymingjablettunum ekki eins mikið. Púls var lægri og fannst sem ég gæti beitt mér í lengri tíma, sérstaklega þegar leið á hlaupið.

Hitti fyrr í dag gaman skólabróður, strætófélaga og skokkara, hann hefur átt í vandræðum með hásin og hælsbót eins og ég (hann er líka að vísu forn fótboltahetja). Við stóðum út á götu, nálægt strætóskýli, og sýndum teygur og styrkjandi æfingar sem væru bestar við meinanna blettum. Hann benti mér á að heimsækja "Orkuhúsið" við Suðurlandsbraut. Þar keypti hann sér gelpúða í hlaupaskóna, 9 mm., og þeir hafa öllu breytt. Þarf að fara þangað og kaupa slíkt.

Nú er að ákveða hvort ég tek þátt í Hjartadagshlaupinu á sunnudaginn eða hleyp ég bara einn og yfirgefinn um Hafnarfjörð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband