Mánadagur - Áætlun fyrir sunnudagshlaup fæðist

Ég fór út að hlaupa í kulda og örlitlu roki. Var vel búinn, í nýjum sokkum og með nýja hlaupavettlinga.  Ætti jafnvel að verða mér út um, æ hvað heitir það, einhvers konar ullar stroffur til að setja á ökla. Nokkuð eins og fótafimir ballettdansarar, helzt kvenkyns, skríðast. Þannig held ég kálfum heitum og varna tognun og eymingjameiðslum.

Þegar ég var kominn út var stefnan sett á Suðurbæjarlaug og eftir Hringbraut, hlaupið meðfram sjónum, út að Actavis - sama leið og áður en ný fletta til að lengja, og að halda mig sem mest innan púlsmarka; stoppa þá eða draga úr hraða væri ég ofan marka. Það gekk þó ekki vel til að byrja með, kroppurinn kaldur en um leið og ég var orðinn heitur rættist í óreglunni. Ætlunin var að fara rólega yfir og hlaupa lengur en í þrjá stundarfjórðunga. Þetta gekk allt eftir, púlsinn varð þokkalegur, ég hljóp í 47 mínútur og vegalengdin, skv. Borgarvefsjá, u.þ.b. 8 kílómetrar.

Þegar ég kom heim hófust hófsamar teygjur. Fyrst var teygt lærvöðvum í dyragætt, og teygju haldið í tvær til þrjár mínútur í senn og gert nokkrum sinnum. Finn að þetta er að koma smám saman; fékk engan verk í hnésbót hægra megin og hásin vinstra megin var einnig þokkaleg. Kannski hefir það breytt einhverju að ég fer nú ekki eins hratt yfir og áður fyrr. Svo var teygt á lendarvöðvum og finn að þar þarf að teygja betur. Svo hefi ég verið að stelast til að teygja á kálfum í strætóstoppistöðvum og stigum. Vonandi lifi ég ekki í sjálfsblekkingu með betra ásigkomulag slitins kropps.

Vikuáætlunin er þessi: Hlaupa létt í 30 til 40 mínutu á Óðinsdegi og Frjádegi. Þá tímataka á Sunnudegi, 10 kílómetrar í Kópavogi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband