Sunnudagur - ... ertu með smjör í heilanum

Ég og dóttirin fórum saman út í morgun. Langt síðan hún fór með mér. Fórum sama hring og ég hefi hlaupið alla vikuna og hún hjólaði; var stundum á undan og stundum á eftir mér. Við stoppuðum nokkrum sinnum og drukkum vatn úr brúsa sem hafði verið inni á baði. Okkur til ólukku var sápubragð af vatninu; brúsann hafði hún notað til leikja og stúturinn mengaður.

Ekki var farið hratt yfir; en það var allt í lagi enda ætlun mín að fara frekar rólega, ég vonast til að laga mín fótamein með hægri yfirferð. Eftir hlaupin fórum við feðgin í sund. Hún lék sér í rennibrautinni og hitti það skólasystkini sín. Ég var heitustu pottunum og teygði, lét heita bunu ganga á hásin og hælsbót. Nú þegar þetta er skrifað, nokkrum stundum eftir hlaup og laugaferð, er ég bara ágætur.

Ætlunin var þó að taka þátt í Hjartadagshlaupinu, sem var fyrr í dag, en þar sem ég er ekki kominn með fullan styrk ákvað ég að taka því rólega. Ætla að halda uppteknum hætti. Hlaupa þrisvar í næstu viku og lengja hlaupin lítillega í hvert skipti.

Fyrirsögnin er komin frá dótturinni, sex ára. Ég benti á matta rúðu á Lækjarskóla og sagði, ætli hún snú öfugt. Hún sagði við mig þú ert nú meiri kjáninn, ertu með smjör í heilanum. Hún er frosin. Fannst þetta svo sniðugt orðatiltæki hjá henni, maður á samt ekki að ýta undir svona vitleysu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband