Laugardagur - Sjö vikur búnar og níu eftir

Sjöunda vikan er búin og níu eftir í þessu æfingarprógrammi. Ég hljóp rólega um Hafnarfjörð í tvö og hálfan tíma, tuttugu og fjóra kílómetra. Þetta var ekki eins erfitt og ég átti von á. Hafði í upphafi áhyggjur af sköflungi en bólgueyðandi tafla, hitakrem og hægur hlaupataktur héldu aftur af öllum meiðslum. Aðstæður voru mjög góðar, örlítil gjóla, rigndi og úði. Hitti Elínu Illuga sem var að hlaupa og börnin hjóluðu. Ég lofaði derhúfu og sagði henni að kaupa sér eina slíka til að skýla gleraugunum fyrir regndropum.

Annars eru tölurnar þessar fyrir þessa viku og síðustu. Ég hljóp 61 km. á samtals 6:14 klst. og brekkusprettirnir standa upp úr. Í síðustu viku voru það 51 km. á 5:11 klst. Í næstu viku verður það með svipuðum hætti, sprettir, rólegt og rösklegt, og á laugardeginum á ég hlaupa hálft maraþon á þokkalegum hraða. Hvern kílómetra á bilinu 5:31-5:21 - þarf að stinga út leið: öfugur Álftaneshringur, Holt, Kinnar, Setberg og heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott vika og þú ert greinilega alllur að koma til. Nú er að passa að fara ekki framúr sjálfum sér og láta skynsemina ráða í æfingavali.

Steinn (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:00

2 Smámynd: Örn elding

Það er rétt, gæta þess að fara ekki fram úr sér. Held ég verði að kaupa mér nýja skó. Dempararnir eru ónýtir og sköflungar kvarta undan hörðu undirlagi. Sé til í kvöld, þá verða sprettir.

Örn elding, 23.2.2009 kl. 21:05

3 identicon

Mæli með NB skónum hjá Daníel Smára. Frábærir í löngu hlaupin og ekki of mjúkir né harðir.

Steinn (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband