Föstudagur - Hljóp fyrir pítsu

Þetta er nú bara bull í mér, þessi fyrirsögn. Ég fór fyrst út að hlaupa og svo keypti ég pítsu - kvöldmat föstudagsins, á tilboðsdögum flatbökugerðarmanna - og þýðir ekki að pítsa hafi rúllað fyrir mig eða gert mér skaða. Þetta var allt, svo sem, hefðbundið: rólegt skokk á föstudegi, liðkunarhlaup, og nú tókst mér að halda aftur af hraðanum og vera innan þeirra marka sem harðstjórinn sagði. Púls var mjög lár, aldrei verið eins lár og nú; að meðaltali 136. Annars voru sköflungar með stæla, vonandi verður það ekki til þess að ég hleyp ekkert á morgun.

Hitti við hafnfirska bryggjuhverfið nafna minn Arnarson, hann var að labba með hundinn. Þá kom Jói á móti og frú. Hljóp nú næstum fram hjá nafna mínum því ég var svo niðursokkinn við að hlusta á iPodinn, þoka, súld og gleraugun þakin regndropum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband