Mánudagur - Þungt flóðhestastökk

Held að skórnir séu búnir - þeir dempa ekki lengur höggin þegar hlunkurinn, á flóðhestastökki, trampar niður til jarðar. Æfing dagsins hljóðaði upp á þrjá míluspretti með hvíld á milli. Ég út og fór minn vanalega hring til að hita upp. Stefndi svo í áttina að Hrafnistu til að spretta með fram sjónum, og þá byrjuðu sköflungar að kvarta (og þegar elliheimilið var í augsýn hvarflaði að mér að leggjast bara þar inn og láta þetta líða úr mér). Ákvað að finna mýkra undirlag og tók stefnuna á Víðistaðartún, þar gæti ég hlaupið nokkra hringi á grasinu. Ef verkurinn hyrfi ekki á mjúku undirlægi væri ég hættur. Verkurinn dofnaði og þetta varð bærilegt; en um leið og ég fór út á malbikið kom hann aftur. Síðustu metrarnir voru með skakklappastíl. Lærdómurinn er þessi: Verð að kaupa mér nýja mjúka skó.

Á morgun, ef ekki sjúkraleyfi, þá rólegir þrettán kílómetrar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Samúðarkveðjur frá langhlaupara sem var í þyngdarflokki olíuskipa! Þekki hlaup á bilinu fra 91 kíló og upp í 104. Mæli með lægri tölunum ef stefnt er að vellíðan.

Mæli með: a) mataræði (samsetning og magn) sem er fjölbreytt; b) liðkunar- og teygjuæfingar eftir hlaup; c) góð hvíld á milli hlaupaæfinga. Er sjálfur 57 ára og finnst ég vera í "come back" eftir góðan árangur í glímunni við aukakílóin. Þetta verður bara betra og betra, sannaðu til! Gangi þér allt í haginn!

Flosi Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Örn elding

Þakka þér fyrir. Þetta kemur allt hægt og rólega. Oft hefur kappið verið of mikið hjá mér og þá fer allt í klessu. Ég skipti um skó, fór í gamla mjúka, og verkur í sköflungum hvarf að mestu. Nú er bara að hlaupa meira á mjúku undirlagi. Styrkjandi æfingar geri ég sem mest ég má.

Örn elding, 24.2.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband