50 mínútur um Hafnarfjörð

Ætlaði varla að nenna þessu þegar ég kom heim úr vinnu. Vældi og volaði í sjálfum mér í allan dag; æ og ó! kálfar og læri, eitthvað er nú þar í ólagi. Ákvað þó að bera íþróttakrem á vel vaxinn kálfa og fara af stað, vera ekki bráður og ör á fyrstu metrunum. Nokkur verkur í sköflungi í upphafi en þegar ég var orðinn heitur lagaðist það. Stoppaði tvívegis og teygði. Gætti mín á að púls væri ekki of hár, og það þýddi að ég fór ekki hratt yfir. Á leiðinni hljóp ég fram á tvær konur og voru það allir er ég sá á hlaupum.

Gerandi langt hlaup stutt: 8,0 km. á 49 mín. (hef nú farið hraðar yfir), meðalpúls 148 (var meðvitað).

Næsta tímatökuhlaup verður 7. júlí en ekki ákveðið hvaða vegalengd.

Næsta hlaup á Frjádag, 20 mín., rólegt rölt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband