Færsluflokkur: Íþróttir
29.9.2008 | 22:37
Mánudagur - Nú lofa ég bót og betrun
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 20:04
Þriðjudagur - Rok og rigning, aðeins synt
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 21:38
Mánudagur - Þungur í fratleik
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 20:09
Fimmtudagur - Ekki hlaupið enn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 10:57
Þriðjudagur - Latur til hlaupa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 15:48
Laugardagur - Reykjanesmaraþon PB 1:46:11 og silfur
Í stuttu máli þá hljóp ég, þetta fjórða hálfa maraþon, betur en síðast. Bætti tímann um nokkra tugi sekúndna. Núna 1:46:11 (1:46:56). Ég ætlaði að fara á 1:45, og var nærri því, en það tókst ekki. Kenni ég Grænás-brekku um. Mest best var; ég fékk verðlaun, silfur í mínum aldursflokki. Brautin er skemmtileg og reyndu brekkurnar tvær á; sérstaklega sú Grænás. Þegar ég kom upp hana, og allur mótvindur var að baki, þá lét ég gossa og gaf í. Annars leið mér bara vel í þessu hlaupi og mæti örugglega að ári.
Á morgun verður hvílt og svo verður hlaupið á ný á mánudaginn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 19:52
Miðvikudagur - Rösklegt hlaup
Þetta var rösklegt hlaup, ekki langt en ákveðið: Næstum fimm km. og hlaupataktur 4:55 mín/km. Þá ver líka hitað upp og "niðurskokk", fáranlegt að segja svona, eða þá "hlaupið niður". Í upphafi var ég svolítið þreyttur og með fótaverk; þetta hvarf þegar á leið. Eins og alltaf reyni ég, þegar hlaupi er lokið, að teygja þetta úr mér.
Á morgun verður hvílt og svo rólegt á föstudaginn. Gæli enn við að hlaupa hálft á laugardaginn og þá á Reykjanesi. Ef verkur í hælsbót hverfur þá fer ég kappsfullur af stað.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 10:39
Þriðjudagur - Langt hvíldarhlaup
Eftir sprettina í gærkvöldi lág fyrir mér að hlaupa langt hvíldarhlaup, og má jafnvel kalla það millilangt, næstum 15 km. Þetta gerði ég og hlaupatakturinn var um 5:48 mín/km. Ég komst ekki út fyrr en seint og þetta var þægilegt hlaup mest allan tímann. Síðustu tveir kílómetrarnir voru erfiðir því öll orka var næstum búin.
Á morgun verður rösklegt hlaup en ekki langt. Svo þarf ég að gera það upp við mig hvað ég geri á laugardaginn. Fer ég hálft maraþon á Selfossi eða í Reykjanesbæ. Þá skiptir líka máli í hvaða formi ég verð.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 21:42
Mánudagur - Löng hröð hlaup á mánudögum
Á mánudögum, ef allt er í lagi, er sprett úr spori. Finnst sem ég komi bara undarlega góður eftir langa hlaupið á laugardaginn; engir strengir og engar harðsperrur. Var, sannarlega, ekki svona síðasta mánudag eftir mitt hálfa maraþon. Svo eitthvað hlýt ég að styrkjast við framtakið.
Ég hljóp þrem sinnum hálfa aðra mílu, 2,4 km., með hvíld á milli. Fór þetta með vaxandi hraða, eða kannski bara þann síðasta: nokkuð hratt.
Tölurnar eru svona, og verð ég að segja að hlaupadagbókin er alltaf að verða betri og betri.
1600 - 9:47 - 6:06 mín/km = 9.81 km/t - Upphitun
2410 - 11:26 - 4:44 mín/km = 12.65 km/t - Sprett úr spori
400 - 2:55 - 7:17 mín/km = 8.23 km/t - Hvíld
2410 - 11:34 - 4:47 mín/km = 12.5 km/t - Sprett úr spori
400 - 3:01 - 7:32 mín/km = 7.96 km/t - Hvíld
2410 -11:12 - 4:38 mín/km = 12.91 km/t - Sprett úr spori
400 - 2:39 - 6:37 mín/km = 9.06 km/t - Hvíld
1600 - 9:34 - 5:58 mín/km = 10.03 km/t - Niðurskokk
Á morgun verður rólegt langt, millilangt. Þá geri ég upp við mig hvað verður gert um helgina. Hálft á Reykjanesi eða á Selfossi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 16:33
Laugardagur - Hlaupið um allan Hafnarfjörð
Er hálf vankaður enn, þótt nokkrir klukkutímar séu liðnir. Ég fór út í rigninguna í morgun og hljóp af stað. Þykist ætla að halda æfingaráætluninni til streitu. Fyrir mér lág að hlaupa 18 mílur, sem eru næstum 29 km. Þetta er með mínum lengstu hlaupum og ég fór út um allt. Fann göngu- og hjólastíg út að álveri. Á leið minni meðfram golfvellinum fuku regnhlífar út á sjó; átti ég fótum mínum fjör að launa.
Þegar ég kom heim eftir hlaupið, var eflaust öll orka búin í fótunum og mig verkjaði óstjórnlega - sveið af þreytu - undarlegur verkur. Það lagaðist eftir að ég borðaði, nokkrar kolvetnisbombur, og drakk ávaxtasafa. Þegar ég var búin að jafna mig og "ferðafær" fór ég í sund; hitaði vöðva og teygði létt. Hélt svo áfram að borða.
Á hlaupi mínu hitti ég Stein járnkarl; hann er að hlaupa sig niður fyrir keppnina í Köln. Það verður gaman að fylgjast með þeim köppum þar næsta sunnudag.
Íþróttir | Breytt 31.8.2008 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)