Laugardagur - Sportleggur lengdi hlaup og er stirður nú

Dagskipunin hljóðaði upp á 35 km. hlaup. Vissi, að til að ná að hlaupa þessa vegalengd yrði ég að hlaupa af skynsemd og það yrði örugglega erfiðara þar sem ég var einn á ferð. Ég fór út klukkan níu, var þá búinn að borða tvær brauðsneiðar með osti og drekka tvo bolla af tei. Afréð að hlaupa i áttina að Helgafelli, bæjarhól Hafnfirðinga. Ná í ferskt vatn og síðan til baka um Lönguhlíð (er þó ekki viss um nafnið), fór svo línuveg að baki Ásfjalli, sem var mjög torfær, og þá hring kringum Ástjörn. Þá voru fimm kílómetrar eftir og hljóp ég þá víðsvegar um Fjörðinn.

Hlaupaáætlunin var í stuttu máli þessi: Ég skipti hlaupinu upp í sex sex kílómetra leggi. Ákvað að fá mér orku og drykk í hvert skipti sem ég kláraði sex kílómetrar. Gæta mig jafnframt á því að hlaupa ekki of hratt en hlaupatakturinn átti að vera á bilinu 5:52-6.05 mín/km. Að meðaltali hljóp ég hvern kílómetra á 5:53 mínútum og var á ferðinni í 3:27 klst. Ég drakk óvenju mikið enda var óvenjulega heitt. 

Nú, þegar þetta er skrifað, er ég þreyttur í fótum og nokkuð stirður. Held að allt sé í lagi. Hér fyrir neðan er mynd af hlaupaleiðinni.

Hlaupaleiðin í dag: 35 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ægilegur kraftur er í þér. Hvernig gerirðu annars þessi fínu kort? Eru þetta innlesnir GPS punktar eða gert í höndunum?

Finnbogi (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Örn elding

Ég er með Garmin Forerunner 305 GPS-græju og les síðan upplýsingar inn í forrit sem segir mér sannleikann.

Forritið heitir "SportTracks"

Örn elding, 28.6.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband