Miðvikurdagur - Rösklegt

Þriðja æfingin í þessari viku og átti von á öllu, mjöðm með illindi. Hlaupið skyldi rösklega með upphitun og niðurskokki, næstum tíu. Þetta gerði ég í góðu veðri og til undirbúning gerði ég mér far um að teygja reglulega í dag, þrivegis í vinnunni, lappir á borði, og á meðan ég beið vagnsins, greindarlegur við Þjóðminjsafnið. Finn að ég er afspyrnu stífur í hægri hamstreng, hinn er svo sem ekkert skárri. Mér til gleði kom enginn verkur í mjöðm, IT bandið, en aðeins í hnésbætur. Verð bara að halda áfram að teygja. Eftir hlaupið, er ég kom heim nokkuð þyrstur, var ég latur við teygjur. Gerði þó nokkrar og gætti að IT bandi og kálfum.

Á morgun verður hvilt, þá væri ráð að þverþjálfa - hjóla eins og Steinn ráðleggur - en rólegt á föstudaginn og langt á laugardag. Þá verður ástandið metið og í framhaldið af því hve langt verður hlaupið þann 23ja.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband