Þriðjudagur - Rólegt lengra hlaup

Sami hringur og í gær en lengdi hann ögn. Ákvað að hlaupa þessa 11 km. sem áætlunin boðaði og ef kæmi verkur í mjöðm þá myndi ég hugleiða. Gera eins og harðjaxlar, endurtaka í hljóði með sjálfum sér: "þetta er enginn verkur", bíta á jaxlinn og halda áfram. Verkurinn kom en hann varð ekkert óbærilegur. Held að teygjurnar á stuttu "hamstrengjunum" skili einhverju. Fór í sund eftir hlaupið, pottalega, og hitti það sveitunga sem er einnig að hlaupa. Hann dáðist að stirðleika mínum. Ég er ögn þreyttur í fótum en það hverfur í nótt.

Á morgun skal hlaupið rösklega og teygt í vinnu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband