Föstudagur - Aðeins lengra en í fyrradag

Ég fór út, en nennan engin. Samt ákvað ég að fara aðeins lengra en í fyrradag. Bæta við tveimur kílómetrum, fara jafn "hratt" og fylgjast vel með minni fótamennt og brjóstkassansburði: Gera allt rétt! Í fyrradag kom verkurinn í rasskinn á fimmta kílómetra - vöðvinn heitir víst "GLUTEUS MEDIUS" sem er aumur og ónýtur; nú var spurning kemur hann eða kemur hann ekki. Leiðin var slétt og þægilega. Verkurinn kom! Verkurinn kom á sjöunda kílómetra og einn eftir. Það skrítna, eins og alltaf, verkurinn hverfur strax og ég stoppa. Ég þraukaði heim, var ekkert að drepast, og kannski full mikið að segja þraukaði þetta var nú ekki svo slæmt. Sjúkráþjálfarinn, sem teygði mig og togaði, og  fótameinafræðingurinn, er mældi mig og skynjaði, sögðu: Það er ekkert að þér nema stirðleiki og ég reyndi, þegar ég koma heim eftir hlaupið, að liðka mig með ýmsum teygjum og er alveg verkjalaus. Eins og ég segi svo oft: Á heimilinu er gert grín að mér, og til að fullkomna það þá sagði vinkona dótturinnar: Af hverju ertu alltaf að gera svona (með lappir upp á borði eða stólum).

Annars voru teygjur nú ekki það fyrsta sem ég gerði þegar ég koma heim, þess heldur að fá mér að borða. Svona á það að vera! heit feit reykt hrossabjúgu, sætur uppstúfur með grænum baunum og rauðbeður (nennti ekki að skræla kartöflur svo þeim var sleppt). Meðan ég át kostafæðið horfði ég á fitubollukeppni á Skjá einum og massaði kaloríunum feitt. Og einn kaldur Tuborg í eftirrétt.

Veit ekki hvað ég geri á morgun. Fyrir viku var samlokuæfing. Hjól og fjall (eða kjóll og kall). Sjáum til. Líklegast hjólað. Hvíli frá hlaupum. Kemur í ljós! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband