Laugardagur - Mitt lengst hlaup til þessa; að sækja sér vatn og plástur

Ákvað að hlaupa inn í vinnu, fá mér gosvatn úr brunninum og blástra á blöðrur, og aftur til baka. Mæla vegalengdina, ef ég skyldi nú gera þetta aftur. Hlaupið var, að mestu, auðvelt og þægilegt, leið ágætlega - og stundum spretti ég úr spori, án þess að rjuka áfram undir fimm á km., reyndi að halda aftur af mér - því ég kveð heimleiðinni - þarf víst að komast til baka. Ætlaði nú helzt ekki að þurfa, niðurbrotin og sár, að panta leigubíl og biðja hann um að keyra mig sveittan heim. Síðustu þrír kílómetrarnir, gegnum Garðabæ - nýjasta hverfið við Hafnarfjörð, voru erfiðir. Komnir þreytuverkir í læri en ég þrjóskaðist áfram; ætlaði sko alls ekki að gefst upp. Þetta voru 25 km og hlaupatakturinn, að meðaltali, 5:31 mín/km sem ég er nú bara ánægður með. Er ég fór af stað gældi ég við að hlaupa 30 km en það verður síðar; maður er nú alltaf svo kappsfullur. Þegar ég kom heim var ég stirður í lærum en eftir að hafa borðað og drukkið er ég allur að koma til. Mesta meinið eru þó sprungnu blöðrurnar, á fótum mér, sem meiða mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband