Þriðjudagur - Sköflungur skælir, enn og aftur

Ákvað að hvíla skældan sköflung en hleyp af stað um leið og hann verður orðinn góður. Seinni partinn skokkaði ég í strætó og þá kom fjandans verkur aftur; vissi þá að ráð væri að hvíla. Vonandi verður hann kominn í lag um helgina eða næstu viku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gíslason

Sæll Örn! Var að skoða bloggið hjá þér og tímann í marsþoninu. Þetta er frábær tími - og enn frekar þegar aðstæður eru hafðar í huga. Hljóp sjálfur um Borgarfjörðinn þennan sama dag og þótti nóg um vindinn. Til hamingju með þetta! Það er svo ekkert skrítið að fæturnir láti eitthvað vita af sér fyrst á eftir. Ég held það sé ágætt að sleppa því alveg að hlaupa í eina viku eftir svona átök - og sýna svo sjálfur sér biðlund og þolinmæði vikuna þar á eftir - eða lengur eftir atvikum. Allt hefur sinn tíma. Svo geta mýkri skór og mýkra undirlag gert kraftaverk í þessum efnum - og teygjur náttúrulega. Gangi þér allt í haginn í framhaldinu.

Stefán Gíslason, 12.4.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband