Laugardagur - Hvíldarhlaup eftir Powerade

Eftir hvíld í gær, sem var sannarlega verðskulduð, hljóp ég hvíldarhlaup í klukkustund á hægum takti - minnsta kosti var lagt upp með það. Hring um Hafnarfjörð, upp á Holt og til baka. Var þungur á mér, harðsperrur, og stoppaði nokkrum sinnum til að teygja, hefði einnig átt að taka með mér drykk. Er ég kom heim var ég blautur en ekki kaldur,teygði og fór í bað. Nú er bara að byrja á næsta æfingarprógrammi og ætli ég taki mark á granna mínum og kýli á maraþon - æfingar í margar vikur og fleiri kílómetrar.

Tölurnar eru þessar: 11 km. á 1 klst. Hlaupatakur 5:30 en átti að vera nærri 5:40. Púls 159/178.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband