Föstudagur - Langt hlaup í annað sinn

Það eru aðeins hetjur sem fara út að hlaupa í 13 gráðu frosti. En ég var vel búinn. Í hlaupabuxum og öðrum yfir en innst klæða í hlaupanærbuxunum sem húsfrúin gerir ævinlega grín að. Þá var ég í þremur bolum, tveimur stutterma, einum langerma, einum jakka, einni peysu og vindstakk yzt. Tvær húfur og tvöfaldir vettlingar. Þetta var erfitt, en lagaðist þegar ég var orðinn heitur. Þó skal viðurkenna að á tímabili ætlaði ég aðeins að hlaupa stutt og fara heim - en hætti við að hætta. Ég ákvað að fara hægt yfir og það tókst. Eitt var þó heldur leiðinlegt, fékk krampa í hægri kálf þegar þetta var alveg að verða búið. Á leiðinni gleypti ég öðru hvoru orkugel og held að það hafi verið af hinu góða. 

Nú ætla ég að reyna að teygja á kroppnum og svo í heitt liggibað. Á morgun og hinn eru róleg 30 mínútna hlaup. 

D5 - Rólegt 1 klst. 45 mín. = 18,2 km. Ht. 5:45 mín/km. Púls 151.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt að aðeins hetjur fara út að hlaupa í svona frosti. Nokkuð gott hjá þér að halda út 18 km í kuldanum. Annars voru aðstæður í dag góðar þó kalt væri.

Steinn (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Örn elding

Mikið rétt, aðeins sannar hetjur eins og þú og ég fara út að hlaupa í þvílíkum kulda; þú fórst þó hraðar yfir en ég. Þetta voru kjöraðstæður til hlaupa ef maður er vel búinn, að mestu logn en örlitið gjóla uppi á Ásfjalli og við Hvaleyri. Til að verjast kuldanum smurði ég andlitið með vaselíni og það var ekki fyrr en undir lokin sem mér var orðið kalt i framan, þá helst á hökunni. Þegar þetta er skrifað þá er ég enn lélegur í kálfa; þetta hefur verið of mikið fyrir hann blessaðan. Ég mun ekkert hlaupa í dag, þess heldur láta kálfann jafna sig, og sé til á morgun.

Örn elding, 2.2.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband