Þórsdagur - Bæjarsprettir

Komst ekki í Powerade-hlaup nóvembermánaðar; kvendið á löngu áður ákveðnum kvennafundi og ég ekki getað æft vegna bakverkja. Ákvað þess heldur að hlaupa innanbæjar (hér er mynd af leiðinni) og fara hratt yfir til að byrja með; kannski átti ég hita betur upp svona áður en gefið er í. Nú, í fyrsta skipti, var hlaupatakturinn lægri en 5 mínútur, og um fimm mínútur, og svo hægði ég á í síðari hluta. Birti hlaupataktstölur hér fyrir neðan. 

Annars fór ég til sjúkraþjálfarans í dag og hann kenndi mér styrkjandi æfingar fyrir bakið. Ég veit að þar þarf að laga ýmislegt; mér hafa alltaf leiðst tækjaæfingar. Lofa þó að reyna mitt besta. Kannski - ekkert kannski hér - mæti ég í Íþróttahús Háskólans og gera þessar styrkjandi æfingar sem mér voru kenndar. 

Leiði minn á tækjaæfingum er ugglaust kominn til frá því er ég fór eitt sinn með skólafélaga mínum í sal hafnfirskra kraftlyftingarmanna um miðjan 9da áratug síðustu aldar, líklega árið 1986. Þar var ég ásamt mörgum sveittum mönnum og reyndi að fylgja einhverri æfingaráætlun. Kom að því að gera, ef ég man rétt, styrkjandi æfingu fyrir bak og átti þá að halla mér fram og reka rassinn upp í loft, fetta mig, og lyfta lóðum. Sáu tröllin að ég fór ekki rétt að og mættu og vildu hjálpa. Endaði með því að þeir stóðu fjórir eða fimm og reyndu að laga líkamsburðinn við æfinguna. Þótti mér þar full langt gengið og hvarf út úr salnum með hægð eftir að hafa náð að gera þessa æfingu og mætti aldrei aftur. Kannski var það rangt af mér, væri þá jafnvel betri í baki en raun ber vitni. - Þetta var nú annars innskot til fróðleiks en ég ætla samt að reyna að mæta í Íþróttahús Háskólans og gera æfingarnar.

Ef allt gengur vel verður hlaupið næst á laugardaginn, fer þó mest eftir veðri. 

1 - 5:03
2 - 4:41
3 - 5:13
4 - 5:09
5 - 5:54
6 - 5:42
7 - 5:35
8 - 6:03 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband