Laugardagur - Haldið á Holtið

Ég hljóp upp á holt í morgun. Lengdi hringinn sem ég fór síðasta Óðinsdag, bætti við lykkju; upp brekku og niður brekku. Í stað þess að fara upp Hringbraut hélt ég í suður; fór ég fram hjá Krónunni, Skipalóni og upp á Suðurbraut - löng aflíðandi brekka uppímóti og þá niðrímóti. Markmiðið var að fara ekki of hratt og halda tempóinu milli 5:30 og 6:00. Það tókst og vegalengdin reyndist 10,5 km og ég hljóp á 1 klst. og 2 mínútum. Annars má sjá taktinn hér að neðan. Hér krækja á síðsta hlaup, veit þó ei hvort virkar.

Veðrið var dapurt og versnaði þegar á leið, og þakka ég fyrir að vera kominn inn núna. Næsta hlaup verður annað hvort á morgun eða Mánadaginn. 

1 - 5:20 
2 - 5:33 
3 - 6:06 
4 - 6:05 
5 - 6:40 
6 - 6:09 
7 - 5:54 
8 - 5:54 
9 - 5:56 
10 - 5:44 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband