Óðinsdagur - Fyrsta hlaup eftir RM

Fór út að hlaupa, nennti ekki að hvíla lengur; þrír dagar eru meira en nóg. Fór minn litla hring um fjörðinn. Áætluð vegalengd hálfur sjötti kílómetri. Breytti leið er ég fór upp Lækjargötu, var á gangstéttinni í stað þess að fara fram hjá Gamla-Lækjarskóla og Tjörninni. Meðan ég hljóp fann ég ögn fyrir strengjum og stífleika í fótum en þetta hvarf smám saman er leið á.

Ákvað að fara ekki hratt yfir heldur reyna að njóta þess að hlaupa. Í þessari viku ætla ég að hlaupa þrívegis, fara sama hringinn og miða við að hvert hlaup taki um hálfa klukkustund.

Í morgun fór ég til sjúkraþjálfarans og við ákváðum að það yrði i síðasta skiptið. Ég lærði nokkrar teygjur, eina til að teygja á "hamstring" og við rifjuðum upp aðra frá því bakið var að stríða mér sumarið 2004.

Á hlaupunum hlustaði ég á Seið og hélog, annan hluta í sagnþættinum af Páli Jónssyni. Finnst þetta frábært framtak hjá RÚV að setja sögur út á netið með þessum hætti, og líka útvarpsþættina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband