Sunnudagur - Aftur haldið á holtið, styttri hring

Hlaupaviku er lokið; tölur má lesa hér fyrir neðan. Ég fór upp á holt, styttri leiðina, í æðislegu veðri. Hitti Hestafrænda við Sundhöllina, og var hann að koma utan af Álftanesi, en við ætlum að taka þátt í RM um næstu helgi.

Markmið dagsins var að fara hringinn á undir 50 mínútum en það tókst ekki að þessu sinni, fór hringinn á 51:54. Veit að það verður mjög fljótlega sem ég kemst undir 50 mínútur.

Næstu helgi hleyp ég 10 km. Hið opinbera markmið er að ljúka hlaupinu á innan við 60 mínútum og helst á sem næst 50 mínútum. Það eina sem gæti sett strik í reikninginn er hásinin, hún er enn aum. Ég fylgi ráðum sjúkraþjálfarans og kæli hana eftir hlaup. Ég mæti til hans næsta Óðinsdag og þá leggjum við á ráðin. Síðast er hann baðaði hana í laser-geislum og varð hún fín.

En planið er á þessa leið: Tvö hlaup, eitt stutt og annað langt, hvíld og svo keppt. Þá mun ég einnig borða mikið af pasta í vikunni og hlaða mig kolvetnum, bæði góðum og slæmum. Þekki annars ekki munin á þeim.

32: 4 - 3:26 - 34,1 - 3.506 

31: 5 - 3:14 - 32,9 - 3.284

30: 4 - 2:37 - 22,3 - 2.344 

29: 2 - 1:20 - 11,0 - 1.260 

26: 3 - 1:41 - 15,9 - 1.495 

25: 5 - 2:41 - 26,3 - 2.489

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa bloggið þitt Örn. Varðandi hásinina þá myndi ég prufa pensím sem svínvirkar en ég hef notað það þegar ég gími við hásinameiðsl. Einnig virkar að fara í sjóinn og kæla sig þar. Vona annars að RM gangi vel.

Steinn (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband