Týsdagur - Dóttir ræður för

Skrifaði áður að ég ætlaði að mæta í sundlaug Garðabæjar og hlaupa þaðan með hetjum. Af því varð ekki, dóttirin hefur verið sniðgengin síðustu daga og fór hún því með mér og réði för. Við fórum [í] gegnum miðbæ, upp að Nýja-Lækjarskóla, um tvenn göng í Setbergshverfi, inn á Kaplakrika - litum þar á drenginn kasta handbolta - og aftur heim. Samtals hafa þetta verið um hálfur sjötti kílómetri; nærri sex.

Á meðan dóttirin lék sér, stökk yfir torfærur, steinavirki í tjörninni tók ég spretti og reyndi að gera svo í meira en tvær mínútur í hvert skipti. Hljóp sem óður hringi á Hörðuvöllum enda var yfirskriftin, skv. áætlun Pólar-manna, "Hilly Run" og komu þá sprettir í stað brekkna.

Af heilsu minni er þetta helst í þessari ferð: Fór af stað búinn hitahlíf um ökkla (gömul flík frá fótboltasamspili með samstarfsmönnum veturinn 2002-3) en hún var með aðeins til trafala - verkjaði undan henni - svo ég tók hana af mér við Gamla-Lækjarskóla. Hásin var í lagi (að mér fannst) en þó þegar ég kom heim var þreytuverkur í vinstri hné en hann hvarf fljótt. 

Á morgun - Óðinsdag - er langt hlaup 65 mínútur. Verður haldið á Holtið eða í Garðahrepp? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband