Týsdagur - Næstum klukkustundarhlaup

Ég hljóp í 58 mínútur (áttu að vera 60 mínútur) og vegalengdin, skv. Borgarvefsjá 9.3 km (hér kann að skeika einhverjum hundruðum, vonandi vantar á). Púls var innan marka í 43 mínútur og að meðaltali 157; mér er ætlað að hlaupa innan 142-164 (tekið skal fram að þetta er gömul mæling).

Hlaupið fór þokkalega fram. Ég ætlaði mér að fara rólega og reyndi það. Þar voru nokkrar brekkur og ég reyndi að halda hraða upp þær og fylgdist spenntur með hvort færi yfir hámarkspúls. Á leiðinni sá ég nokkra hlaupara og göngufólk. Veðrið var með ágætum.

Ef engir verkir á morgun þá tek ég þátt í Vatnsmýrarhlaupi. Annars er sumarfrí á enda og vinna hefst á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband