Mánadagur - æfingaráætlun flýtt um einn dag

Hljóp í 21 mínútu, svo boðuðu Polar-menn. Tókst ekki að hlaupa þá 4 km sem var lagt upp með en fór 3.8 km. Veit að það kemur brátt! Ég fór hratt yfir og púlsinn hár; sérstaklega á beina kaflanum á Herjólfsgötu og svo þegar ég hljóp upp Reykjavíkurveg; enda hét æfingaráætlunin "Hilly Run".

Í gærkvöldi mældi ég mitt Own Index - súrefnisupptaka o.s.frv. Það er 40 og hefur hækkað um einn frá síðustu mælingu sem var í maí. Skv. þessu þá er ég "Moderate" - 39-43 - og þarf að leggja meira á mig til að verða "Good" - 43-48. Sjáum til í næstu mælingu eftir fjórar vikur.

Þegar heim var komið teygði ég og fylgdi ýmsum leiðbeiningum; lifi í þeirri blekkingu að liðleiki minn aukist á hverjum degi. Gerði eins og unglingurinn, íþróttamennið sonurinn, hélt teygjum í eina mínútu og reyndi að slaka á í kroppnum. Held að ég hafi verið allt of oft spenntur þegar teygt. 

Fór til sjúkraþjálfara í morgun og hann átti við bæði öxl og hásin. Eftir upphitun var sett rafmagn og leysir á báða staði. Finn að þetta hefur áhrif. Ég spurði aftur, eins og segir í eldri færslu, hvort væri í lagi að hlaupa með bólgna hásin. Hann segir í lagi ef enginn verkur er meðan á hlaupi stendur. Svo er ekki því held ég áfram. 

Ef mér tekst, eins og áætlun boðar, að hlaupa í klukkustund á morgun - án eftirkasta - þá tek ég þátt í Vatnsmýrarhlaupinu á Þórsdag (fimmtudag). Æfingin á morgun er "Long Run" og ætla ég að halda aftur af mér og lulla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband