Laugadagur - Þorsti

Farið var seint af stað í langa helgarhlaupið. Mæðgur eru að heiman, feðgar einir og hlaupameistarinn svaf til hádegis. Dagsskipunin hljóðaði upp 26 km rólegt hlaup. Ég ákvað að fara beinustu leið upp í  Kaldársel til að sækja mér ferskt vatn, og finna síðan leiðina yfir í Heiðmörk. Það tók örlítinn tíma en hún fannst og ég hljóp á milli - var aleinn á leiðinni. Kom svo yfir í Heiðmörk og fór þaðan heim með nokkrum lykkjum til að ljúka vegalengdinni.

Ég var þungur á mér; stundum við það að gefast upp en þrjóskaðist við og hélt mínum gangi. Það var mjög gott veður, sólin skein og heitt, ekki beint hentugt hlaupaveður. Af þeim sökum var ég mjög þyrstur og drakk allt mitt vatn fyrr en til stóð. Er ég var kominn inn í Garðabæ og fór eftir einni götunni sá mann vökva plönturnar sínar og fékk að fylla á brúsana. Kominn heim drakk ég næstum tvö lítra og höfuðverkurinn hvarf.

Á morgun tek ég því rólega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband