23.5.2009 | 16:12
Laugardagur - Hálft maraþon og verkur í lendarvöðva
Til eiga einhverja von um ljúka Laugavegshlaupi á sómasamlegum tíma verður maður að halda sér við og reyna hvað maður getur til að bæta þol og úthald. Samkvæmt mínu æfingarprógrammi átti ég að hlaupa hálft maraþon í dag og skyldi hlaupatakturinn vera á bilinu 5:12-5:02 mín/km. Ekki var ég mjög spenntur þegar ég kom mér loksins út úr húsi, var stífur í lærum. Ég lagði af stað og gætti mín á því að fara ekki of hratt. Taka drykkjarpásu þegar ég væri búinn með 6, 11 og 15 km og fá mér orkuskot í fyrstu tvö skiptin. Mér leið ágætlega meðan ég var á ferðinni en síðustu tveir km. voru erfiðir; helvítis verkur í vinstri mjöðm - þarf að teygja vel á þessum lendarvöðvum. Annars lauk ég hlaupinu á 1:45 og veit að ég get betur.
Ég hljóp sömu vegalengd fyrir þremur mánuðum, og þá var ég ekki byrjaður að hjóla. Þá fór ég hægar yfir og hlaupatakturinn var 5:21 en í dag var hann 5:00. Merkilegast þykir mér þó að púlsinn hefur lækkað umtalsvert, úr 166 slögum (86%) í 144 slög (75%). Held að hjólamennska, til og frá vinnu, bæti þolið og lækki púlsinn.
Á morgun ætla ég að hvíla - ef eitthvað þá fer ég í sund. Annars var vikan svona. Hljóp 50 km. og hjólaði 107 km., samtals á 9 klukkustundum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.