Þriðjudagur - Hjólað og hlaupið tvo daga í röð

Í gær voru það sprettir og í kvöld var það rólegt bæjarhlaup. Sprettirnir voru á Kapla; þrisvar sinnum míla á vaxandi hraða. Hlaupataktur, fyrir hvern kílómetra, 5:04 mín/km, 4:45 og 4:33. Síðasti sprettur tók á enda ákvað ég að gefa í í lokin.

Kvöldskokkið voru 14,5 km; létt liðkunarhlaup. Til að byrja með var ég þungur tíl fóta, strengir af hjólamennsku, en sporið varð létta er tók að líða á. Erfiðast var þó að halda aftur af hraðanum.

Bæði í dag og í gær hjólaði ég til vinnu. Á morgun verður hjólað til vinnu sem áðu og spurningin er hvort mæta eiga á hjólaæfingu eða hvíla og taka þátt í Powerade á Uppstigningardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband