Laugardagur - Hálfnađur í hálfu maraţoni

Var í nokkra stund í vafa hvort ég ćtti ađ fara út eđa hanga inni. Ţađ frysti í nótt og allar brautir virtust lagđar klaka en eftir nokkra stund skrýddist ég hlaupabrók. Fyrst, eins og fyrir önnur löng laugardagshlaup, drakk ég einn bolla af sykruđu tei, át tvćr brauđsneiđar međ osti, bar hitakrem á auma bletti, fyllti vatnsbrúsa, sótti mér orkugel og fór út. Óttađist ađ sköflungar myndu skelfa mig en svo varđ ekki.

Í dag átti ađ taka rösklega á ţví - hlaupa hálft maraţon, hvern kílómetra á hlaupataktinum 5:34-5:21 mín. Ţetta gerđi ég međ sóma, tíminn var 1:52 og hver kílómetri var hlaupinn, ađ međaltali, á 5:21 mín. Ég stoppađi ţrisvar á leiđinni til ađ fá mér ađ drekka og gleypa orkugel. Fann svo hvernig orkan spýttist inn í kerfiđ. Ţegar ţriđjungur var eftir og ég nýbúinn ađ hlaupa eina brekkuna fylltist ég leti og kraftleysi en ég ákvađ ađ ţrjóskast enda bara sléttlendi framundan og niđur eina langa aflíđandi brekku.

Núna eru tveir mánuđir búnir í ţessu prógrammi, en tveir eftir, og gaman ađ bera saman. Heildartölur eru ţessar. Í janúar hljóp ég í nćstum átján klukkustundir en í febrúar nćstum tuttugu. Í janúar hljóp 173 km en í febrúar 196. Púlsinn lćkkađi úr 155 í 151.

Á morgun verđur hvílt, líklegast fariđ í sund. Á mánudaginn verđa sprettir. Tólf sinnum hrađir 200 metrar og hćgir 100 metrar ţar á milli. Ef ekki klaki á Kapla ţá verđ ég ţar á mánudaginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband