18.2.2009 | 20:59
Miðvikudagur - Ó tempóhlaup! ó massamenni
Fátt merkilegt í þessu tempóhlaupi nema mig kitlaði í sköflunginn, það veit ekki á gott, vonandi er massa-mennið ekki komið beinhimnubólgu af ofhlaupi. Var þreyttur undir lokin (svangur) en ég fór rösklega og léttstígur upp Hjallabrautina og heim. Fór hraðar þessa tíu en minn týrann bauð; að meðaltali hver kílómetri hlaupinn á 5:25 mín en átti að vera á bilinu 5:47-5:35. Kappsfulli hlaupir er hamlaus.
Á miðri leið hitti ég Halla - hann fór hratt.
Á morgun verður hvílt - ætla á fyrirlestur um Laugavegshlaup - en á föstudag verður hlaupið til liðkunar en svo langt á laugardaginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.