Ţriđjudagur - Rólegt hlunkahlaup

Ţetta var rólegt hlunkahlaup um fjörđinn, og örlađi fyrir verk í sköflungi - vík burt beinhimnubólga; ţig vil ég ekki sjá eđa fá. Ég fór strax ađ hlaupa eftir vinnu - eftir ađ hafa hrćrt saman í nokkrar svínahakksbollur. Rauk út ţví ég hélt ég ćtti ađ mćta á fyrirlestur um hlaupaţjálfun og Laugavegshlaup og ćtlađi ekki ađ láta slíkt taka af mér eina ćfinguna. Ég lauk hlaupi, nćstum tólf kílómetrum á hćgum takti 6:06 - ađeins hrađar en mér var uppálagt. Skellti mér í sturtu og ók óteygđur til höfuđstađar. Mćtti og uppgötvađi ađ ég var tveimur dögum og snemma á ferđinni. Hringdi heim og húsfrú hló! Ég fer ţá bara á fimmtudaginn, á réttum degi.

Á morgun verđur rösklegt - vonandi verđ ég ekki skćldur sköflungs skakklappi!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband