Miðvikudagur - Hlunki skrikar fótur

Ég fór út til hlaupa. Hafði ekkert hlaupið síðan á föstudag. Nú átti að bæta fyrir letina og hlaupa sömu vegalengd og síðast, svipaða leið en fara hraðar yfir. Kapp mitt og ákafi varð mér fjötur um fót og ég féll er mér skrikaði fótur. Ég skipti hlaupinu upp í nokkra áfanga - einn kílómetri hraður og nokkrir metrar hægir; nokkurs konar fratleikur. Er sex km voru að baki og fjórir eftir - ég hratt hlaupandi á hlaupaleggings hafði splundrað einum kvennahóp á kvöldgöngu - fór ákafur fyrir horn, þá steig ég út af gangstétt og missteig mig illa - og allt gerðist þetta þegar hraðinn var sem mestur. Ég rúllaði ofan í laut, fulla af laufum og leðju, og ó! hvað ég kvaldist. Aumur stóð ég upp, lét lítið fara fyrir mér þegar kvendin fóru framhjá. Þá átti ég, sárkvalinn, eftir að haltra alla leiðina heim. Í þessu hlaupi ætlað að meta mitt ástand - sem nú er orðið aumt - og taka svo á því. Nú gerist fátt. Ég ligg uppi í bæli, hef borið kælikrem á auman ökla, sett fót í klakabað, etið eina bólgueyðandi og klætt mig í teygjusokk.

Nú verður hlé á hlaupum meðan ég jafna mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband