Sunnudagur - Rólegt hlaup í lokin

Vikan byrjaði á mánudegi með kröftugu hlaupi á Kaplakrika, tvívegis tveir kílómetrar á u.þ.b. 4:40 mín/km, svo fékk ég í bakið næsta dag - punkturinn við mjaðmarbeið sem lætur oft illa -  þannig að minna varð úr hlaupum en til stóð.  Hafði ætlað mér að taka þátt í öðru hvoru tímatökuhlaupinu í vikunni, Powerade eða Geðhlaupi, en "beilaði" vegna baksmeiðsla. - Endalaus meiðsl.

Til að slá á bakverki reyndi ég að teygja og liðka auman skrokk. Tók fram bókina Jóga og íþróttir, er ég keypti um síðustu helgi, og rembdist við að teygja án þess að skemma; held að það hafi skilað einhverju - hið minnsta varð hæfur til hlaupa. Þetta með teygjurnar var nú nokkuð fyndið - eins og þegar ég keypti teygjurbókna um árið og rúllaði um gólfið þegar ég reyndi að teygja hamstreng og lendarvöðvum. Við teygjurnar í jógóbókinni var ég annað hvort upp í rúmi eða sófa og teygði á fótum og baki. Reyndi að anda rétt og halda stöðunni án þess að meiða og særa sára vöðva. Við þessar athafnir rúllaði ég um allt en alltaf gekk þetta betur og betur.

Í dag fór ég svo út. Hljóp 11 km. og hlaupatakturinn var að jafnaði 5:40 en púlsinn allt of hár. Fann ekki fyrir verk í baki, var bara alveg ágætur. Eftir hlaupið fór ég í sund og teygði. Held að eitthvað sé þetta nú að koma; gat hið minnsta sett fót upp í efstu tröppu án þess að verkja í hnésbót. Held bara áfram að teygja.

Þori ekki að lofa neinu um hlaup í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn í gær. Sjáumst líklega bráðum.

Halldóra (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Örn elding

Kærar þakkir fyrir kveðjuna. Hittumst er þú kemur frá Könödu.

Örn elding, 12.10.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband