25.6.2007 | 21:57
Vikunni lokið með 30 mínútna hlaupi
Vikunni lauk með 30 mínútna hlaupi í gærkvöldi - sunnudag. Hljóp sömu leið og venjulega, spretti úr spori á löngu köflunum og brekkunni við Sólvang; var þá með dóttur og hjól í drætti. Dóttirin fylgdi með á hjólinu sem áður og var oftast nær á undan. Þetta gekk alveg ágætlega, engir verkir að ráði í hnésbót vegna stirðleika. Stoppaði einu sinni til að teygja á kálfum og lærum, er ekki að ástæðulausu kallaður Íslands stirðasti maður.
Í stuttu máli sagt þá hélt ég áætlun og bætti um betur. Ein æfing til viðbótar. Fimm æfingar, hljóp samtals í 2 klst. og 41 mín., samtals 26,3 km. og brenndi 2.489 kkal. Breytir þó litlu með þessar kkal. eigi verð ég léttari.
Þessi vika skv. áætlun Polar-mann er auðveld og ég ætla að fylgja henni. Ástæðan er einföld: svo eigi komi upp álagsmeiðsli. Nógu stirður er ég og liðkast seint. Á að hlaupa fjórum sinnum: 15 mín., 50 mín., 20 mín., 20 mín. Fyrsta hlaupið er á morgun, Týsdag, þá langt hlaup á Óðinsdegi og svo hvíld. Að lokum tvö til viðbótar með hvíld á milli. Sé til hvort aukahlaupi verði skotið inn á milli.
Gerði kjánakaup. Keypti hlaupamæli fyrir iPod en vissi ekki að sérstaka skó af Nike-gerð þarf svo allt gangi nú eftir. Ég neyðist því til að kaupa mér skó á næstu vikum. Þarf hvort eð er að endurnýja. Það verður gaman.
5 - 2:41 - 26,3 - 2.489
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.