30 mínútna rúntur međ dóttur

Gekk ágćtlega ađ hlaupa litla hringinn og dóttirin fylgdi mér á hjóli. Stundum var ég á undan en hún oftast. Vindur var nokkur en veđriđ gott -- sól og hiti -- svo ţađ skipti ekki máli. Ţurfti ţó stundum ađ ýta henni á hjólinu ţegar mótvindurinn var mestur.

Í dag er miđnćtur- og Jónsmessuhlaup en ég tek ekki ţátt í ár; vonandi á nćsta ári. Hljóp 2003, og var ţađ fyrsta tímatökuhlaupiđ mitt. Kom sjálfum mér á óvart og fór 10 km á 52 mínútum. Veit ađ ég get ţađ ekki í dag en vonandi á nćstu vikum.

Ég og dóttirin vorum á fótboltamóti í dag. Hún spilar í 8. flokki og gaman ađ sjá leikgleđi stúlknanna. Ţeim gekk ekki vel en ţađ skipti ţćr ekki máli; tóm gleđi og fögnuđu stundum ţegar andstćđingarnir skoruđu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband