Færsluflokkur: Hlaup
26.5.2008 | 22:15
Mánudagur - Sannkallaðir sprettir
Fjórða hlaupavika byrjaði með sprettum og það var sannarlega sprett úr spori. Það lá fyrir mér að hlaupa 800 metra, fimm sinnum, og halda takti á bilinu 4:48-4:35 mín/km. Ég fór upp í Kaplakrika á hlaupabrautina þar, en hefi ekki hlaupið þar síðan í fyrravetur, og mér leið sem sannri íþróttahetju er ég fór upphitunarhringinn, eina mílu. Spenna óx innan með mér er styttist í fyrsta sprettinn; enda fór ég hann aðeins of hratt, 4:28 mín/km. Vindur var þónokkur, var stundum í fangið og stundum í bakið. Annars fór þetta svona. Fyrst tíminn er tók mig að hlaupa 800 metra og þá hlaupatakturinn ef farinn væri einn kílómetri.
1. 3:34 mín. - 4:28 mín/km
2. 3:44 mín. - 4:40 mín/km
3. 3:46 mín. - 4:43 mín/km
4. 3:46 mín. - 4:42 mín/km
5. 3:42 mín. - 4:38 mín/km
Á morgun flýgur fjölskyldan til Tenerife og verður þar í tvær vikur. Ég tek mínar græjur með, skó og garm. Ætla að reyna að halda mig við æfingaráætlunina. Tölvan verður einnig tekin með svo ég á að geta skrifað hlaupaskýrslur.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 19:40
Laugardagur - Langt hlaup um allar trissur
Fór út um allan bæ til að hlaupa mína sextán kílómetra; mílurnar tíu, og sömu leið og síðasta laugardag nema lengdi áður en stefna var tekin inn í Garðabæ. Áður en ég fór af stað bar ég hitakrem á sköflunga og öxl; það gerði lítið fyrir sköflunga, þeir voru aumir í upphafi, en öxl í lagi (enda reyndi ég að halda baki beinu og höfði aftur (veit ei hvað menn hafa haldið sem sáu mig setja höfuðið aftur er haldið var út á Álftanes)). - Púls var í hærra lagi (155 en var síðast 141) og kenni ég sköflungskvölum um. - Utanverð mjöðm, og festingarnar þar voru í lagi og held ég að þetta sé nú aðallega stífleikans verkan sem gerir þetta mein. Þegar heim var komið teygði ég sem mest ég mátti til að bæta meinin. Held að það sé nú allt að koma.
Á morgun verður hvílt; ætla í sund með dótturinni. Annars var vikan svona: Ég hljóp 45 km (sl. 48 km) en sleppti einu 10 km hlaupi. Það hefði verið allt of mikið. Sjáum svo til hvað verður hlaupið mikið í komandi viku.
Á mánudaginn verða 800 metra sprettir endurteknir fimm sinnum. Sé til! sé til! Verði þeir þá er ég sko orðið sannkallað íþróttamenni!
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 21:31
Föstudagur - Aulans hlaup
Veit varla hvað veldur en ég var ótrúlega þungur á mér; jafnvel er oft geyst farið hjá mér, og viljinn meiri en getan. Fjárans barlómur er þetta; en þetta einkennir margar hlauparasíður. Átti skv. öllu að hlaupa rösklega á miðvikudaginn en ég nennti alls ekki út. Ákvað þó að fara út í kvöld og athuga hvort kroppurinn væri kominn til að vera. Mitt var að hlaup fjórum sinnum eina mílu og fara þá rólega. Ég fór af stað, mjög rólega, en varð brátt þjáður í sköflungum og komst varla úr sporunum. Hjóp þó vegalengdina og púlsinn var hár. A morgun, skal skv. hlaupaplani, fara tíu mílur - 16 km - en veit ei nú hvað gerist.
Á þriðjudaginn fer fjölskyldan til Tenerife í tvær vikur. Ég ætla að taka hlaupadótið með - garm og skó - og vonandi hressist karl í þeirri för. - Hafa lesendur einhverja reynslu af hlaupum á Kanaríeyjum eða í heitu löndunum.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 21:15
Þriðjudagur - Rólegt um bæinn
Rólegt hlaup um heimabæinn. Leiðist mér að eftir nokkurn spöl, þessa daga þegar hlaupaveðrið er svo gott, er verkur í utanverðri hægri mjöðm. Veit ei hvað þetta er; hefi heyrt menn tala um eitthvert band, kannski er það það sem er að angra. Nú sit ég við tölvuna skrifandi með klaka á mjöðm og er skelfilega kaldur. Sjáum til hvaða áhrif það hefur!
Á morgun, ef hverfur þessi verkur, verða það fjórar mílur röskar; 5:13-5:01 mín/km. Rifjast nú upp hvað Eva, sú sem hljóp Kaupmannahafnarmaraþonið svo glæsilega, skrifaði á sinni síðu og hafði úr Hlauparans heimi (Runnersworld): Láttu ekki prógrammið ráða þér og rústa. Kannski er ég staddur á þeim stað ef ég fer út að hlaupa, með meiðsl, bara af þvi að æfingaráætlunin segir svo. Sjáum til.
Hlaup | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 23:33
Mánudagur - Sprettir eða hraðaæfing
Það lág fyrir mér að hlaupa fjórum sinnum eina mílu hratt og þá rólega 400 metra á milli. Sitt hvorri mílunni var klesst fyrir fram og aftan; upphitun og niðurskokk. Hlaupataktur þegar sprett var úr spori, og ég fór út um allan bæ, þó helst um Setbergið: 1. sprettur - 4:53, 2. - 4:44, 3. - 4:45 og 4. - 4:46 mín/km. Leið bara vel á þessum hlaupum, sem voru samtals 12,23 km, en sköflungur, vinstra megin, angraði mig í upphafi. Ég gætti þess að vera beinn í baki á þessum hlaupum og var þá í lagi með öxl. Eftir hlaup voru teygjur í lágmarki; æ! æ!
Á morgun skal hlaupa sjö mílur, hægt.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 11:28
Laugardagur - Langt hlaup í annarri viku
Í morgun var langt hlaup, 14,5 km. Þau hafa verið lengri en nú er bara að gegna og hlýða æfingaráætluninni og gera eins og manni er sagt. Þó ætlaði ég var að nenna að fara út, kenni hér önnum um, en fór. Hljóp hægt í áttina að Garðabæ, út að sjónum - æ hvað heitir það, Sjálandshverfi - svo út á Álftanes og heim í Hafnarfjörður. Þar voru gerðar ýmsar lykkjur á leiðinni til að ná að fylla upp í fjölda kílómetra.
Hlaupið átti að vera rólegt. Hlaupatakturinn var 5:50 mín/km og púls 151. Hann fer lækkandi, svo þetta er nú allt að koma.
A morgun verður hvílt og svo tekið á því á mánudaginn.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 21:43
Föstudagur - Rólegasta hlaupið til þessa
Átti að hlaupa fjórar mílur (6,44 km) rólega og það tókst. Hlaupatakturinn var 6:13 mín/km og þá einni sekúndu of seinn með hvern kílómetra. Finn aðeins fyrir verk í sköflungi, kannski verð ég bara að teygja betur.
Á morgun skal hlaupa hægt einar níu mílur. Veit ekki hvort ég kem því inn í þétta dagskrá morgundagsins, sérstaklega þegar ég þarf að skrifa einn fyrirlestur eða kynningu sem þarf að flytja á sunnudaginn, mæta á tvær samkomur á morgun, þar af eitt bekkjamót. Kannski vakna ég bara snemma í fyrramálið og fer af stað.
Byrja að skrifa fyrirlesturinn þegar ég búinn að skrifa þessa færslu!
Annars bíð ég spenntur eftir Kaupmannahafnarmaraþoni, mun fylgjast með Íslendingunum.
rólegt (easy) 6:14-6:01 mín /km
hægt (slow) 6:05-5:52 mín/km
jafnt (steady) 5:26-5:14 mín/km
rösklega (brisk) 5:13-5:01 mín/km
hratt (fast) 5:01-4:48 mín/km
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 21:00
Miðvikudagur - Rösklega út á Álftanes í stuttum buxum
Eg fór út í stuttbuxum, fyrsta skiptið í ár, og út á Álftanes. Hljóp rösklega þegar ég var búinn að hita upp og hélt mér við mörkin. Þegar hlaupi var lokið fann ég fyrir verk í sköflungi - þreyttur á þriðja degi - en vonandi er það bara eitthvað lítið sem verður horfið á föstudaginn þegar næst skal hlaupa. Þegar ég kom heim var mér boðið i sund með stúlkunum, og þáði; lág í potti og lét heita vatnsbunu mýkja sköflung og teygði. Annars eru tölurnar þessar, skráður hlaupataktur á hvern hlaupinn kílómetra:
1. Upphitun - 1,6 km. 6:14-6:02 mín/km. - 5:54 mín/km
2. Rösklega - 3,22 km. 5:13-5:01 mín/km. - 4:58 mín/km
3. Niðurskokk - 1,6 km. 6:14-6:02 mín/km. - 5:54 mín/km
Hvílt á morgun en rólegar fjórar mílur, eða 6,44 km. á föstudaginn, 6:14-6:01 mín/km; vonandi án sköflungsverkja.
Hlaup | Breytt 15.5.2008 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 21:31
Sunnudagur - Myndir birtar; Flugleiðir 2007 og 2008
Ég bíð enn eftir myndunum frá Torfa, sem sér um www.hlaup.is, en get ekki beðið með að sýna mínum ágætu lesendum framfarirnar (úbs) og hve mikið íþróttamenn ég er orðið. Nú er ár liðið frá mínu fyrsta Flugleiðahlaupi, finnst hálf asnalegt að kalla það Icelandair-hlaupið, og kostulegt að bera saman þær myndir.
Fyrst er mynd af mér frá því í fyrra. Það maðurinn með rauðu húfuna og sólgleraugun sem er þarna að koma í mark, nærri dauða en lífi. Þessi sami maður, sem einn vinnufélagi minn hélt vera þungaða konu, varð að stoppa tvisvar á leiðinni til að kasta mæðinni. Verst er að ég á engar tölulegar upplýsingar um þetta mitt fyrsta sjö km hlaup nema tímann. Púlsinn var alveg örugglega í hæstu hæðum.
Svo koma hetjulegar myndir frá síðasta hlaupi. Fyrst er það mynd af því þegar ég tek minn glæsilegasta endasprett til þessa. Grettuna má skýra! Ætlaði að ná kappanum sem er þarna fyrir aftan mig, er mér tókst, og ætlaði alls ekki að hleypa honum fram úr mér. Hvort tveggja tókst.
Að lokum er það mynd af mér þegar ég er léttfættur. Búinn að hlaupa rúmlega þrjá kílómetra.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 20:39
Laugardagur - Langt hlaup í 1. viku
Dagurinn var fullskipaður. Varð að taka þátt í ráðstefnu eftir hádegi og svo var búið að ákveða að borða kvöldmat - að vísu er alltaf borðaður matur á þessu heimili en nú áttu allir í fjölskyldunni að sitja við borð og borða - og það er ómögulegt að hlaupa með fullan maga af mat. Tek þó fram að það endaði svo að aðeins ég og kvendið borðuðum saman, dóttirin koma síðar - var að leika sér með vinkonu sinni - og drengurinn var ókominn af fótboltaleik.
Er málum var svo háttað var aðeins um eitt að velja, fara út snemma morguns og hlaupa, eins og æfingaráætlunin bauð, rólega næstum þrettán kílómetra. Hlaupið var auðvelt og ég fór um bæinn eins og mér var boðið; hefðbundna leið út og út eftir, upp og niður brekkur og heim. Ég var búinn að hlaupa veglengdina nokkru áður en ég kom heim svo ég gekk bara rólega. Hlaupatakturinn var, að meðaltali, 5:41 mín/km en átti að vera nálægt sex.
Í morgun gerði ég mér far um að hlaupa beinn í baki, hið minnsta passa mig og kasta höfðinu aftur. Allt gert í þeirri von að laga verkinn í öxlinni og það gekk eftir. Vísu er einhver verkur í mjöðm og nú er bara að teygja vel á lendarvöðvum og því svæði.
Næst verður hlaupið á mánudaginn og þá teknir þrír sprettir hraðir.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)