Færsluflokkur: Hlaup
24.6.2008 | 21:11
Mánudagur - Miðnætur, Jónsmessu ellegar Powerade : 47:05 PB
Bætti tíma minn! Æfingar skila árangri! Þetta var þó ekki þrautarlaust!
Fyrr um daginn fór ég og hitti sjúkraþjálfarann minn sem hefir öðru hvoru tekið skrokkinn og hert á honum eða slakað á; allt eftir því sem við á. Nú var það IT-bandið bilaða; hann nuddaði þetta og ýtti á auma bletti. Ég fékk haffærnisskírteini og umliggjandi vöðvar "teipaðir" - það er víst gert við alvöru íþróttamenn.
Annars var hlaupið með þessum hætti. Fór af stað og kom i mark. Seinni hringurinn var erfiðari en fyrri - farið að draga að manni. Brekkurnar erfiðari en sléttlendið og ég fann hvernig dróg úr hraða er haldið var upp þær. Sést vel á 3ja og 8da km, þar sem hlaupatakturinn fellur. Þegar nálgaðist markið gaf ég í og er nokkuð ánægður með 4:17.
Annars var hlaupatakur fyrir hvern kílómetra svona:
1 - 4:38
2 - 4:35
3 - 4:47
4 - 4:42
5 - 4:33
6 - 4:50
7 - 4:35
8 - 4:50
9 - 4:46
10 - 4:17
Á morgun verður leti.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 14:00
Laugardagur - Langt hlaup upp að Helgafelli og ný leið til baka
Langt hlaup upp að Helgafelli og nýir malarstígar til baka; mjög skemmtileg leið. Hljóp þó ekki alveg til enda, fyrir lá að fara 25 en þeir urðu 19. Verkurinn í utanverðri mjöðm tók sig upp og ég vildi ekki ofgera IT-bandi sem lét finna fyrir sér, eins og áður, þegar u.þ.b. 15 km voru að baki. Svo ég, nokkuð aumingjalegur í hlaupabrók, tók strætó heim af Völlunum. Hlaupataktur 5:56 og púls 149. Allt þetta er svo sem á réttri leið.
Á mánudagsmorguninn verður IT-bandið rannsakað af sjúkraþjálfara. Kannski fæ ég haffærniskírteini!
Á morgun, sunnudag, verður hvílt. Veit ei með Jónsmessuhlaupið á mánudag. Hljóp það síðast 2003, var mitt fyrsta tímatökuhlaup sællar minningar.
Annars lágu að baki, í þessari viku, 51,9 km. Síðasta 49,9.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 23:36
Fimmtudagur - Rösklegt hlaup
Átti að hlaupa í gærkvöldi en var í afmæli og hafði ekki lyst á að ropa rjóma! Í staðinn fór ég út í kvöld eftir að hafa lagt mig yfir fótboltaleik kvöldsins. Sonurinn kallaði það "pávernapp"! Hljóp rösklega rúma 11 km og hlaupatakturinn var 5:12 mín/km. Gerði hlé eftir hverja fjóra km og teygði. Líst illa á að verkurinn í utanverðri mjöðm vex þegar ég hefi hlaupið næstum 10 km! Held áfram að teygja á mjöðm og IT-bandi, eða hvað það heitir nú.
Á þessari stundu veit ég ekki hvor ég mun hlaupa mitt langa hlaup á laugardaginn, mun meta það eftir rólegt hlaupa á morgun. Set hér til viðmiðunar hlaupataktinn.
rólegt (easy) 6:14-6:01 mín /km
hægt (slow) 6:05-5:52 mín/km
jafnt (steady) 5:26-5:14 mín/km
rösklega (brisk) 5:13-5:01 mín/km
hratt (fast) 5:01-4:48 mín/km
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 16:10
Þriðjudagur - Lýðveldishlaup
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2008 | 20:56
Föstudagur - Rólegt um bæinn og langt á morgun
Hljóp rólega upp í Setberg og til baka, 6,5 km. Það sem er merkilegast er að mér tókst að hlaupa innan marka, á bilinu 6:14-6:02 mín/km, var á 6:11. Púlsinn var lágur, er kannski að komast í þokkalegt form: 139.
Á morgun verður langt hægt hlaup, 22,5 km. Fer kannski í áttina að Helgafelli eða Heiðmörk. Á sunnudaginn gerist ég sjálfboðaliði og hjálpa til við hálfan hafnfirzkan járnmann.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 19:48
Miðvikudagur - Rösklegt um bæinn
Ég undirbjó mig betur en oft áður fyrir þetta rösklega hlaup. Hefi verið með verk í mjöðm. Í allan dag hitaði ég og kældi þetta eymdarsvæði. Þegar ég hljóp rólega eina mílu í upphafi fylgdist ég vel með hvort verkurinn kæmi aftur, svo var ekki og þá var gefið í - 6,44 km á hlaupatakti 5:02 mín/km og púls 164. Þegar hlaupi lauk verkjaði mig ögn; held að ég verði að gera eitthvað róttækt til að losna við þetta. Enda teygði ég vel þegar ég kom heim. Á morgun verður hvílt og svo rólegt á föstudaginn og langt á laugardaginn.
Hafa lesendur lent í vandræðum með samskipti Garms og tölvu. Tölvan hleður Garminn en sendir ekki upplýsingar í forritið. Þekkir ekki tækið og fleira af slíkum toga.
Hlaup | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 12:57
Föstudagur - Hetja í hitapotti
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 17:15
Miðvikudagur - Hlaupið í hitapotti
Þar sem garmurinn fór í gang á ný og ég tók gleði mína varð hetjan að fara út að hlaupa og nú skyldi hlaupa átta km skv. áætlun, jafnt og þétt: 5:265:14 mín/km. Ég fór, eins og önnur íþróttamenni, á frjálsíþróttaleikvanginn Laugardalsvöll. Hitinn var sá sami og í gær, um 30°C, en nú var ég betur búinn. Kom við í búð og keypti hálfan annan lítra af vatni, tók með mér handklæði til að þurrka svita ótrúlega vont þegar svitinn rennur í augun og var í íþróttabol (í gær var ég ber að ofan og roðnaði ögn á öxlum og baki). Ég hljóp utarlega, þannig að hver hringur var næstum 500 metrar, og eftir þrjá til fjóra hringi gerði ég hlé á hlaupi: þurrkaði svita, fékk mér að drekka og teygði. Tók nokkurn tíma að stilla hraðann, eins og alltaf fór ég aðeins of hratt í upphafi. Það að hvíla svona í hitanum held ég að sé af hinu góða og skýrir kannski lágan púls (141), nema ég sé að komast í gott form. Eftir þetta hlaup mitt teygði ég vel og vandlega. Það brakaði í hálsinum og er það góðs viti eitthvað að losna um þetta allt saman. Þegar ég svo kom heim á hótel fór ég í kalda útisturtu til að skola af mér svita og lagðist svo í kalda laugina til að láta vöðvana jafna sig. Hélt svo áfram að teygja þegar ég var lagstur á bekkinn. Annars eru það svo að eftir svona hlaup þá fæ ég verk í hægri rasskinn og veit að það eru hinir stuttu vöðvar sem eru angra mig. Ég verð að teygja betur á þessum skröttum.
Annars eru hlaupin svona:
1. júní 8 km 51:38 mín 6:25 mín/km 134 púls (á götum úti)
3. júní 8 km 46:00 mín 5:43 mín/km 155 púls (íþróttavöllur)
4. júní 8 km 41:51 mín 5:12 mín/km 141 púls (íþróttavöllur)
Skv. áætlun skal hvílt á morgun, fimmtudag, en á föstudaginn eru það 6,5 km rólega en næstum 20 km á laugardaginn. Við skulum sjá til hvað verður gert með hið langa hlaup. Veit að heima á Íslandi væri ég ekki í vanda með að hlaupa þessa vegalengd en hér í hitanum kann það að vera örlítið erfitt.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 17:07
Þriðjudagur - Hlaupið á "Laugardalsvelli" Tenerifinga
Ég hefi, frá síðustu skrifum, farið tvisvar sinnum út að hlaupa. Þetta hafa verið hin ágætustu hlaup. Eitt er víst, þau reyna á og þá sérstaklega hlaupið í gærdag. þá, fyrr um daginn, í heiðskýru sumarveðri, fóru feðgar út að labba og á heimleiðinni sáum við Laugardalsvöll þeirra Tenerífinga á strönd þeirri sem er kennd við Ameríku, þar hljóp sportlegt fólk, og völlurinn rétt við hótelið. Við þetta æstist ég og ákvað að hér skyldi hetjan hlaupa. Þegar heim á hótel var komið skipti ég um skó, setti á mig Garm og tók með mér vatnsbrúsa. Er ég mætti á völlinn var sólin hátt á lofti, þar er hitamælir sem sýndi mest 32°C og minnst 27°C og ég hljóp þar átta kílómetra. Munurinn á mér og hinum var sá að þeir virtust ekkert svitna en af mér lak svitinn svo ég gat dregið hárið aftur sem væri ég smurður hárlími (geli). Óþægilegt við þetta svitabað var að saltur sviti lak í augun og mér sveið. Ég hljóp nú ekki hratt og hafði það að reglu að stoppa reglulega og fá mér að drekka og teygja. Verður því ekki neitað að þetta reyndi nokkuð á.
Þegar ég kom heim fór ég í sturtu og lág svo í sólbaði. Þegar nóg var komið að sólbakstri og færa átti afrekin inn í hlaupaforritið lenti í vandræðum með Garm, hann náði ekki sambandi við tölvu og slökkti á sér og lág dauður í höndum mér. Allt rafmagn horfið og allt í tómu tjóni. Við þetta varð ég ósköp fúll og kenndi kvendi um að hafa fiktað með snúruna - syrgði vin minn og átti von á kaupa þyrfti nýjan. En þegar ég vaknaði í morgun var athugað hvort leyndist líf og mér til gleði fór hann í gang en nær ekki sambandi við hlaupaforritin - en hann hleður sig og er nú fullhlaðinn.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 15:52
Miðvikudagur - Hlaupið og svitnað á Tenerife
Í hita, 25°C, var hlaupið upp og niður brekkur á Tenerife. Ég fór snemma út, áður en allt of heitt varð, og hljóp nálægt hótelinu og eftir ströndinni. Ég stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni til að kasta mæðinni og teeygja. Ég drakk um tvo lítra af vatni og komst þetta á endanum. Vegalengdin var 13 km. Hlaupataktur 5:58 mín/km og púls 145. Sem kom mér mest á óvart í öllum þessum hita.
Ég ætla, þegar þetta er skrifað, að hvíla á morgun en hlaupa rólega á föstudaginn.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)