Færsluflokkur: Íþróttir
25.7.2008 | 22:46
Föstudagur - Aðeins lengra en í fyrradag
Ég fór út, en nennan engin. Samt ákvað ég að fara aðeins lengra en í fyrradag. Bæta við tveimur kílómetrum, fara jafn "hratt" og fylgjast vel með minni fótamennt og brjóstkassansburði: Gera allt rétt! Í fyrradag kom verkurinn í rasskinn á fimmta kílómetra - vöðvinn heitir víst "GLUTEUS MEDIUS" sem er aumur og ónýtur; nú var spurning kemur hann eða kemur hann ekki. Leiðin var slétt og þægilega. Verkurinn kom! Verkurinn kom á sjöunda kílómetra og einn eftir. Það skrítna, eins og alltaf, verkurinn hverfur strax og ég stoppa. Ég þraukaði heim, var ekkert að drepast, og kannski full mikið að segja þraukaði þetta var nú ekki svo slæmt. Sjúkráþjálfarinn, sem teygði mig og togaði, og fótameinafræðingurinn, er mældi mig og skynjaði, sögðu: Það er ekkert að þér nema stirðleiki og ég reyndi, þegar ég koma heim eftir hlaupið, að liðka mig með ýmsum teygjum og er alveg verkjalaus. Eins og ég segi svo oft: Á heimilinu er gert grín að mér, og til að fullkomna það þá sagði vinkona dótturinnar: Af hverju ertu alltaf að gera svona (með lappir upp á borði eða stólum).
Annars voru teygjur nú ekki það fyrsta sem ég gerði þegar ég koma heim, þess heldur að fá mér að borða. Svona á það að vera! heit feit reykt hrossabjúgu, sætur uppstúfur með grænum baunum og rauðbeður (nennti ekki að skræla kartöflur svo þeim var sleppt). Meðan ég át kostafæðið horfði ég á fitubollukeppni á Skjá einum og massaði kaloríunum feitt. Og einn kaldur Tuborg í eftirrétt.
Veit ekki hvað ég geri á morgun. Fyrir viku var samlokuæfing. Hjól og fjall (eða kjóll og kall). Sjáum til. Líklegast hjólað. Hvíli frá hlaupum. Kemur í ljós!
Íþróttir | Breytt 26.7.2008 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 21:25
Þriðjudagur - Hjólað upp á Vatnsenda í roki
Þessi túr, sem tók hálfa aðra klukkustund og skilaði næstum 28 km, tók nokkuð á. Sérstaklega brekkan upp á Vatnsendahæð. Mótvindur og löng brekka. Þreyttist nokkuð þessu og fór svo hægt heim á leið og valdi stystu leið heim. Fann að orkan var að verða búin og vatnið var ekki nóg.
Ætla að prófa að hlaupa á morgun, bara stutt og rólegt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 18:12
Mánudagur - Hjólað í úða
Á morgun verður hjólað eitthvað svipað, lengi kannski í áttina að Reykjavík, og svo ætla ég að athuga með hlaupin.
Ég veit að ekki mun ég hlaupa heilt maraþon í ár, eins og var ætlunin, svo það er aðeins spurning um hvað það verður; hálft eða tíu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 23:30
Miðvikudagur - Aftur hjólað
Ég fór aftur út að hjóla í kvöld. Stillti garm á rólegt æfingu: Einn og hálfan tíma á 16 km hraða. Svo var bara allt of auðvelt eða gaman að knýja fákinn áfram, hraðinn varð miklu meiri og vegalengdin lengri. Fór 31,6 km. á hálfri annarri klukkustund, meðalhraði 21,6 km/klst. Síðustu tvo daga: 19,2 og 18,6. Púls var 148.
Ég hjólaði í áttina að Krýsuvík, sömu leið og þríþrautarkapparnir fóru hér um daginn en ég fór nú öllu hægar en þeir.
Ég náði takmarkinu að hjóla meira en 20 km á einni klukkustund, þeir urðu 22,3. Nú er bara að sjá hvað gerist næst. Það eru takmörk fyrir því hve hratt maður kemst á fjallahjóli á malbiki.
Ég held það sé alveg rétt, sem hlaupagarpar eins og Steinn Jóhannsson segir, maður verður líka að gera eitthvað annað en að hlaupa og þá held ég að ég verði fyrr að jafna mig af meiðslunum. Finn minna fyrir IT bandinu, kannski er bandið hætt að spila. Aftur voru fætur þungir þegar ég gekk upp tröppurnar heima hjá mér en nötruðu ei eins og þegar við feðgar fórum út að hjóla fyrir nokkrum árum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 21:15
Þriðjudagur - Prófaði "racer" í dag
Sótti fjallahjólið úr uppherslu í Hjólasprett og prófaði í leiðinni "racer" af GT gerð. Fór stuttan hring og það er ótrúlegt að hjóla á slíku tæki. Setti garminn í gang og á beinni braut náði ég meira en 50 km hraða. Er þó ekki góður með gírana. Langar ótrúlega í svona grip!
Þegar þessu stutta sambandi mínu við "racer" lauk fór ég af stað á fjallahjólinu og þá var hámarkshraðinn, á leið niður brekku með vindinn í bakið, 40,9 km/klst. Í færslu gærdagsins lofað ég að hjóla 20 km á klukkustund. Það tókst næstum! Hjólaði 19,3.
Undir lokin, þegar mótvindurinn var að tefja fyrir mér, var ég þreyttur; bananinn sem ég át áður en ég fór af stað var ekki nóg. Þegar ég kom svo heim beið mín flatbaka. Leiðin upp á 4ðu hæð var erfið, eða undarleg, fætur ótrúlega þungir. Engir verkir eða neitt svoleiðis; heldur bara þungir. Át og gerði svo nokkrar teygjur.
Veit ekki hvað ég geri á morgun; þá hjóla ég bara rólega, ef ég fer út.
Annars er allt gott að frétta af IT bandinu, það spilar ekkert með mig þessa stundina.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2008 | 22:59
Mánudagur - Í kvöld var hjólað
Þar sem IT bandið er enn vanstillt fór ég út að hjóla. Gat ekki beðið lengur; varð að gera eitthvað mér til heilsubótar. Fór af stað, skömmustulegur, gleymdi hjálmi, og hjólaði gamlan hring sem ég fór oft fyrir nokkrum árum. Ákvað að hjóla í klukkustund og krossaði um bæinn og að baki voru 18,6. Á morgun fer ég með hjólið í stillingu og þá verður kannski enn betra að hjóla á því. Gírarnir eru ekki alveg að halda sínu striki, skruna á milli þegar tekið er á. Þá er afturbremsan of slök.
Fann ekki fyrir neinu, að ráði, í mjöðm þegar ég kom heim og gerði teygjur.
Kannski hjóla ég í nokkra daga og reyni að koma lengra á einni klst. Nú voru það 18,6 á morgun 20?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 19:48
Miðvikudagur - Rösklegt um bæinn
Ég undirbjó mig betur en oft áður fyrir þetta rösklega hlaup. Hefi verið með verk í mjöðm. Í allan dag hitaði ég og kældi þetta eymdarsvæði. Þegar ég hljóp rólega eina mílu í upphafi fylgdist ég vel með hvort verkurinn kæmi aftur, svo var ekki og þá var gefið í - 6,44 km á hlaupatakti 5:02 mín/km og púls 164. Þegar hlaupi lauk verkjaði mig ögn; held að ég verði að gera eitthvað róttækt til að losna við þetta. Enda teygði ég vel þegar ég kom heim. Á morgun verður hvílt og svo rólegt á föstudaginn og langt á laugardaginn.
Hafa lesendur lent í vandræðum með samskipti Garms og tölvu. Tölvan hleður Garminn en sendir ekki upplýsingar í forritið. Þekkir ekki tækið og fleira af slíkum toga.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2008 | 22:12
Þórsdagur - Hraðaæfing 3 x 2 km
Í fyrsta skipti á mínum hlaupaferli gerði ég hraðaæfingu, á þá við formlega æfingu með ákveðinni vegalengd. Hefi stundum tekið einhverja spretti en ekki eins og núna. Fór hér að ráðum reynds manns, Steins Jóhannssonar, en hann sá að ég missti niður hraðann í Gamlárshlaupinu. Forskriftin var þrisvar sinnum tveir kílómetrar og markmiðið að hlaupa vegalengdina á 9:50 mínútum, hlaupataktur 4:55 mín. / km. og er að finna í SUB-50 prógramminu.
Set hér meðal hlaupatak fyrir hvern hlaupinn kílómetra, þegar ég tók á því, og ætlaði að fara hvern þeirra á 4:55. Það tókst næstum því í fyrsta skiptið, mótvindur var nokkur en ég gaf ekkert eftir; þraukaði með vindinn í fangið. Brenndi miklu og svo kom að rykk nr. 2 og þá var ég alveg að gefast upp - sérstaklega á langri aflíðandi brekku - en þegar það var frá hugsaði ég með mér, iss! piss! bara einn rykkur eftir og þá mér til lukku var vindurinn í bakið og hljóp niður eina langa aflíðandi brekku.
1 - 5:01
2 - 5:19
3 - 4:59
Á morgun verður hvílt og á laugardaginn verður langt rólegt hlaup: 1 klst. og 45 mínútur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 17:37
Laugardagur - Kona pínir karl sinn
Ég fór út í morgun og hljóp sömu leið og áður í þessari viku. Nokkur hálka var á gangstéttum en götur verið saltaðar. Ég var snemma á ferð, engir bílar, svo ég leyfði mér að fara út á götu. Annars hljóp ég líka utan vega á grasi. Það reynir á hlauparann með öðrum hætti, n.k. utanvegahlaup! Fór hraðar yfir og þegar ég kom heim fékk húsfrúin að teygja á karli sínum. Hún hló að stirðleika mínum meðan hún píndi mig. Þetta var alls ekki þægilegt. Mínar teygjur til fótanna hafa kannski ekki verið réttar eða af neinu afli.
Set hér lesendum til fróðleiks hlaupatakt þessara þriggja hlaupa, fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Fyrst hlaup dagsins í dag, þá í fyrradag og svo tveimur dögum áður. Veit svo sem ekki hvernig skuli túlka þetta. En segjast verður að ég jók hraðann alla vikuna. Tókst þó, eins og ég sagði eftir fyrsta hlaupið, að fara hægt yfir á fyrsta kílómetranum, enda var það ætlunin. Hita upp með hægu hlaupi í upphafi; fer enn of hratt og úr því þarf ég að bæta. Sé á hinum ýmsu hlaupasíðum að menn hita upp með hægu hlaupi, tölti, og svo má gefa í með ýmsum hætti en ljúka með hægu hlaupi. Verð að reyna þetta.
1 - 5:43 - 5:38 - 5:08
2 - 5:17 - 5:35 - 5:34
3 - 5:15 - 6:03 - 6:08
4 - 5:45 - 6:13 - 6:44
5 - 5:59 - 6:01 - 6:32
6 - 5:41 - 6:16 - 6:30
Annars á ég ekki von á því að hægt verði að hlaupa á morgun, sunnudag; enn ein lægðin á leiðinni. Vonandi næ ég að hlaupa á mánadag og svo framvegis. Vonandi, að lámarki, þrjú hlaup. Hlaup vikunnar, sem er að líða, voru samtals 18,8 km. Í næstu viku ætla ég bæta við, hafa hlaupin fjögur. Þrjú millilöng, eins og þau í þessari viku, svo eitt lengra. Sjáum bara til eftir því hvernig veðrið verður.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 23:31
Af stað á ný
Í þessari viku, svo maður haldi uppi hefð margra bloggandi hlaupara - sem eru misalvarlegir í sínum skrifum - að rekja heilsufar. Hef tvívegis í þessari viku farið til sjúkraþjálfara vegna axlarmeins og óþæginda í hásin, var satt að segja uppgefinn á þessum meinum sem ætluðu ekki að lagast. Nú teygir þjálfi á öxl og herðum, ég er stunginn nálum um allan kropp, þrýst er á harða punkta og togað; vonandi lagast þetta.
Í dag keypti ég nýja hlaupaskó og þeir eiga að vinna upp á móti innhalla, skótau með "motion control", og að sjálfsögðu fór ég út að hlaupa.
Ég og dóttirin fórum okkar 30 mínútna hring, sem tók lengri tíma en áður. Farið varlega, engir verki í sköflungum og þægilegt að fara niður brekkuna við sunnan við Hrafnistu, hnésbætur í lagi, þótt örlítill verkur væri í upphafi sem hvarf þegar ég var orðinn heitur. Stoppaði við Gamla Lækjarskólann og teygði á lærvöðvum og kálfum, og dóttir rólaði sér á meðan. Gerði þó eitt grallaraverk, til að prófa skótauið; tók sprett við Tjörnina og ekki hefir það gert mér illt.
Jæja, lýk þessu nú: Byrjaður aftur og vonandi kemur ekkert upp á; öll meiðsl að baki!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)