Fimmtudagur - Negatíft splitt og sundgarpaburður

Þetta hefur verið framúrskarandi hefðbundið - ég hlaupandi og hjólandi - en undantekning á, og allt frænda mínum, nýkvæntum Jóa, að kenna: Hann færði mér sundgleraugu með styrkleika, og er ég glaður með það. Þá varð mér blindingja ekkert að vanbúnaði að hefja sundæfingar. Fór því í fyrradag, eftir að hafa hjólað til og frá vinnu, í sund og synti smá. Tvö hundruð metra - þunglamalegt bringusund. Bætti um betur í kvöld og fór aftur í sund og synti 300 metra.

Í gær var rösklegt hlaup, 11,2 km. Átti að hlaupa þetta á bilinu 5:26-5:14 mín/km en af alkunnum glennugangi fór ég hraðar. Kepptist við að ná negatífu splitti sem þykir víst töff. Munaði ekki miklu en þó 28/27. Hlaupatakturinn var 5:10, að sjálfsögðu hraðar farið en harðstjórinn Garmurinn lagði upp með.

Á morgun verður hjólað til vinnu og jafnvel hlaupið eitt liðkunarhlaup - rólegt lull - og svo er langt á laugardaginn. Skv. æfingaráætlun, sem nær hápunkti í október er maraþonþrautin verður þreytt - loksins! Á laugardag skal sundgarpurinn hlaupa næstum 26.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband