Laugardagur - Hlaupið í Heiðmörk

Ég fór með hjólið í viðgerð, þá var hlaupið og hjólið sótt. Þvílík gæfa að þeir voru með opið í Hjólaspretti og hann lagaði afturgjörðina þar sem teinar gefa sig hver af öðrum. Þetta kallar maður góða þjónustu. Hann telur líklegast að það hafi verið hert of mikið þegar það var sett saman og þess vegna of mikil spenna í gjörðinni. Svo ætla þeir að taka það í allsherjar yfirhlningu í vikunni og vonandi hættir þetta þá.

Það voru kjöraðstæður til að hlaupa. Ég ákvað að hlaupa hægt rólega næstum 20 km. Fór í áttina að Heiðmörk og hljóp þar eftir stígunum. Þarf að finna leiðina úr Heiðmörk og að Helgafelli. Einhver sagði að leiðin lægi um Búrfellsgjá.

Ég ætla að hjóla á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband