Fimmtudagur - Sjúkraþjálfari hittir auman blett

Dóttirin fór á sundæfingu og ég leit við hjá sjúkraþjálfara sem ég er kunnugur. Bar mein á borð og hann studdi fingri á - gat þó ekki eins og Frelsarinn bætt mitt mein með sinni handaryfirlagningu - en sagði, hér skaltu styðja fingri og hreyfa ökklann. Æ! hvað þetta var vont en eftir að hafa gert þetta nokkrum sinnum hvarf verkur og hann sagði það þarf oft ekki meira. Er ég kom heim fékk ég soninn, íþróttamennið, til að gera hið sama og svo píndi barnið föður sinn. Þjálfinn sagð, einnig, að teygjusokkurinn gerir svo sem gagn en hann nær ekki djúpt inn í rist þar sem allt er stirt og stíft - þess vegna skaltu reyna þetta í nokkra daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband