Laugardagur - Hlaupið um allan Hafnarfjörð

Er hálf vankaður enn, þótt nokkrir klukkutímar séu liðnir. Ég fór út í rigninguna í morgun og hljóp af stað. Þykist ætla að halda æfingaráætluninni til streitu. Fyrir mér lág að hlaupa 18 mílur, sem eru næstum 29 km. Þetta er með mínum lengstu hlaupum og ég fór út um allt. Fann göngu- og hjólastíg út að álveri. Á leið minni meðfram golfvellinum fuku regnhlífar út á sjó; átti ég fótum mínum fjör að launa.

Þegar ég kom heim eftir hlaupið, var eflaust öll orka búin í fótunum og mig verkjaði óstjórnlega - sveið af þreytu - undarlegur verkur. Það lagaðist eftir að ég borðaði, nokkrar kolvetnisbombur, og drakk ávaxtasafa. Þegar ég var búin að jafna mig og "ferðafær" fór ég í sund; hitaði vöðva og teygði létt. Hélt svo áfram að borða.

Á hlaupi mínu hitti ég Stein járnkarl; hann er að hlaupa sig niður fyrir keppnina í Köln. Það verður gaman að fylgjast með þeim köppum þar næsta sunnudag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband