Laugardagur - Virk hvíld; hjólað um bæinn

Til að gera eitthvað á hvíldardegi fór ég út að hjóla og fór víða um bæinn. Kannaði nýjar hlaupaleiðir og fann langa aflíðandi brekku sem ég verð að reyna við. Hún er í hinu nýja Áslandshverfi hjá hesthúsunum. Sjáum til, einhvern tímann mun ég reyna við hana en þá verður farið rólega til að byrja með. Ég stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni og athugaði mitt aftanverða læri og finn að það er svo sem í lægi. Það sem háir mér eru stuttir vöðvar; reyni að bæta úr því með teygjum. Annars eru tölurnar þessar: 14 km. á 51 mínútu. Púls 133/165. 

Á morgun er langt hlaup. Sjáum til hve lengi og langt ég hleyp, því það er vika í vormaraþon og mig langar að taka þátt. Hlaupa hálft og jafna þá gamla tímann frá 2003: 1:48 klst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband