Skírdagur - Sprett um bæinn á skyrdegi

Í nokkrum kulda á "skyrdegi", eins og barnið sagði, var sprett úr spori um bæinn. Æfingaráætlunin skipaði mér að hlaupa þrjár mílur - næstum 5 km - og halda hlaupatakti við 5:20 mín/km. Þetta gekk eftir, ég fór út og hitaði upp í nokkrum kulda, þá var gefið í og farið geyst. Hlaupatakturinn skiptist svo á milli sprettanna þriggja, meðaltal: 4:30, 4:59 og 5:06 mín/km. Hefði líklega átt að vera i öfugri röð; ljúka á miklum hraða. Á milli spretta gerði mjög stutt hlé - rétt til að kasta mæði. Í niðurskokki (verð að finna eitthvað annað orð) kom ég við á bensínstöð og fékk vatn. Á morgun verður rólegt hlaup og þá fær dóttirin að hjóla með.

Hefi velt því fyrir mér hvort hetjan ætti að hlaupa hálft maraþon í vormarþoni - þann 29. mars - og hafa það sem langa hlaupið. Að vísu fellur það ekki að æfingaráætluninni en þá skal hafa í huga að æfingaráætlunin er nú aðeins til að styðjast við því ekki hefi ég enn skráð mig í neitt heilt; er aðeins verið að styrkja kropp.

Nú skal haldið áfram að teygja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband