Þriðjudagur - Aumur í armlyftum

Ég hljóp í kvöld, áður hitaði ég vel upp og teygði á stirðum og stífum. Rólega hlaupið í gær, sem var nú ekki eins rólegt og reglur æfingarprógrammsins boða, skyldi eftir menjar um átökin. Aftanverður hægri lærvöðvi og vöðvafestur við hné eru að stríða mér og um tíma óttaðist ég að nú væri allt í klessu. Þetta hefur komið fyrir áður og þá gerði kunningi minn, sjúkraþjálfari, athuganir á mér meðan við biðum eftir börnunum okkar úr sundi. Hans dómur var að þetta væri stirðleiki og stuttir vöðvar sem togaði svo harkalega í. Þannig, að þegar ég kom heim úr hlaupi kvöldsins, sem var stutt skv. áætlun, teygði ég vel á. Reyndi að gera allar þær teygjur sem eru mér hollar og góðar. Aðalkikkið voru þó armlyfturnar fimm sem ég gerði - verð að nota höldurnar sem við feðgar keyptum, og aulinn viðurkennir að þær voru nú ekki auðveldar. Stendur ekki að hlaupandi menn verði jafnframt að gera styrkjandi æfingar, og þetta er upphafið á þeim - lofa að endurtaka þær eins og teygjurnar.

Á morgun verða þrír 2 km sprettir og skal hver þeirra hlaupinn á skemmri tíma en 9:50 mín. Tvær spurningar vakna, hvernig verð ég í skrokknum - hverfur verkurinn í aftanverðu læri, og verður hægt að hlaupa utanhúss vegna veðurs. Ef veðrið verður gjörsamlega ómögulegt, færðin er nú ekkert sérstök, þá get ég farið í íþróttahús háskólans og á brettið þar. - Sjáum til!

Annars eru tölur dagsins þessar, birti líka gamlar tölur til samanburðar (dagur tvö í fyrsta rennsli):

D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km á 30 mín. Ht. 5:24 mín/km. Púls 157.
D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,2 km á 35 mín. Ht. 5:48 mín/km. Púls 152.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband