Laugardagur - 15 km. og síðasti dagur í SUB-50

Fyrirsögnin er nú ekki spennandi en viðburðurinn sem hún lýsir er persónulegt afrek þess er þetta skrifar. Í upphafi árs ákvað ég, eftir nokkra umhugsun - þó sérstaklega eftir að ég náði ekki takmarkinu í Gamlárshlaupinu - að reyna við skipulagt æfingarprógramm. Hafði séð nokkur hlaupakvendi skrifa og skrafa um SUB hitt og þetta. Fann eitt slíkt og tók mig til og byrjaði. Var nú ekki viss um að mér tækist ætlunarverkið. En viti menn! viti menn! Mér tókst það! Fylgdi prógramminu til enda, sleppti aðeins einni æfingu, og það léttri. Nú er ég kominn með viðmið þegar ég endurtek prógrammið; verður maður ekki að gera það nokkrum sinnum.

Æfing dagsins er þessi. Að hlaupa 15  og ég ætlaði að hlaupa fyrstu 10 km nokkuð hratt - gældi við þá hugmynd að fara vegalengdina sem næst 50 mínútum - en færð og veður var slæmt. Skaflar, lausamjöll, skafrenningur og mótvindur. Stillti garminn á vegalengdina 15 km og hlaupataktinn á 5:20 mín/km sem lámark en endaði í 5:40. Kenni færð og veðri þar um. Næstu tvo daga verður rólegt hlaup og svo endurtek ég prógrammið.

Annars lítur þetta svona út:

D19 - 15 km. 1:25:10. Ht. 5:40. Púls 163.
D18 - Hvíld.
D17 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,3 km. Ht. 5:37 mín/km. Púls 164.
D16 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km. Ht. 5:24 mín/km. Púls 160.
D15 - 3 x 5 mín @ 10K hlaupatakti með einnar mín. hvíld: 1,1 km, 1,0 km og 0,9 km.
D14 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,6 km. Ht. 5:21 mín/km. Púls 153.
D13 - 10 km. rólegt. 52:18 mín. Ht. 5:14 mín/km. Púls 163.
D12 - 5 km. á 23:57 mín. 1 - 4:36, 2 - 4:48, 3 - 5:06, 4 - 4:37 og 5 - 4:49. Púls 168.
D11 - Hvíld.
D10 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,6 km. Ht. 5:23 mín/km. Púls 152.
D9 - 30 mín., rólegt hlaup Hvíld
D8 - Byrja með 5x1K. Hvíld 60–90 sek. 1 - 4:33, 2 - 4:54, 3 - 4:43, 4 - 4:50 og 4 - 4:41.
D7 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km. Ht. 5:28 mín/km. Púls 152.
D6 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,3 km. Ht. 5:45 mín/km. Púls 150.
D5 - Rólegt 1 klst. 45 mín. = 18,2 km. Ht. 5:49 mín/km. Púls 153.
D4 - Hvíld.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. – 2 mín. = 1: 5:01 2: 5:19 og 3: 4:59 mín/km. Púls 162.
D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 6,2 km á 35 mín. Ht. 5:48 mín/km. Púls 152.
D1 - 60–70 mín., rólega = 9,7 km á 65 mín. Ht. 6:45 mín/km. Púls 148.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband