Týsdagur - Hlaupaleikur, fartlek eða interval

Í fyrsta skipti reyndi ég þetta, og veit ekki hvort hafi verið rétt að staðið hjá mér. Fór út í skaflana á keðjunum. Stillti garminn eftirfarandi: Upphitun, svo hlaup í fimm mínútur og hvíld í eina mínútu, þetta endurtekið þrisvar sinnum, og að lokum hlaupið rólega til að jafna sig eftir ósköpin. Þá er spurningin hvernig þetta skuli fært til bókar. Kannski er rétt að segja frá vegalengdinni sem hlaupin er á gefnum tíma og þá fylgst þannig með hvernig hún bæði verður lengri og jafnari í hvert skipti sem æfingin er endurtekin. Sem sagt þrír sprettir. Sá fyrsti var lengstur, þá er kappið mest, númer tvö svona hæfilegur, eða eins og þeir áttu allir þrír að vera, og að lokum sá síðasti slæmur enda lenti ég í ófærð á Álfaskeiði og gat ekki beitt mér. Tek undir orð Steins þríþrautarkappa - af hverju er ekki búið að skafa gangstéttir bæjarins, það eru fleiri á ferð en bílarnir einir. Annars eru tölurnar þessar, vegalengd og hlaupa taktur:

1 - 1,1 km - 4:33 mín/km
2 - 1,0 km - 4:49 mín/km
3 - 0,9 km - 5:24 mín/km

Þá hvernig æfingaráætlunin lítur út á 15da degi. Á morgun og hinn eru róleg hlaup í 30 mínútur. Veit ekki hvort ég get hlaupið á morgun. Er búinn að lofa mig í leshring, kannski hleyp ég bara þegar ég kem heim þótt seint verði. 

D15 - 3 x 5 mín @ 10K hlaupatakti með einnar mín. hvíld: 1,1 km, 1,0 km og 0,9 km.
D14 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,6 km. Ht. 5:21 mín/km. Púls 153.
D13 - 10 km. rólegt. 52:18 mín. Ht. 5:14 mín/km. Púls 163.
D12 - 5 km. á 23:57 mín. 1 - 4:36, 2 - 4:48, 3 - 5:06, 4 - 4:37 og 5 - 4:49. Púls 168.
D11 - Hvíld.
D10 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,6 km. Ht. 5:23 mín/km. Púls 152.
D9 - 30 mín., rólegt hlaup Hvíld
D8 - Byrja með 5x1K. Hvíld 60–90 sek. 1 - 4:33, 2 - 4:54, 3 - 4:43, 4 - 4:50 og 4 - 4:41.
D7 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km. Ht. 5:28 mín/km. Púls 152.
D6 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,3 km. Ht. 5:45 mín/km. Púls 150.
D5 - Rólegt 1 klst. 45 mín. = 18,2 km. Ht. 5:49 mín/km. Púls 153.
D4 - Hvíld.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. – 2 mín. = 1: 5:01 2: 5:19 og 3: 4:59 mín/km. Púls 162.
D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 6,2 km á 35 mín. Ht. 5:48 mín/km. Púls 152.
D1 - 60–70 mín., rólega = 9,7 km á 65 mín. Ht. 6:45 mín/km. Púls 148.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Örn Elding og takk fyrir innlitið á síðuna hjá mér á dögunum. Ég sé að þú ert nú töluvert harðari í æfingunum en ég. Þetta hefur alltaf verið dálítil barátta hjá mér yfir vetrartímann, þ.e.a.s. að hafa mig út í myrkur og kulda og hálku og hríð. En það er líka þess meira gaman þegar maður er kominn aftur heim og í sturtu. Mér finnst flott hjá þér að halda svona góða skrá yfir æfingarnar. Þetta hef ég gert í þar til gerðar stílabækur allar götur frá 1973. Eftirá er gríðarlega gaman að eiga allt safnið og geta stundað alls kyns samanburðarfræði. Ég vildi ekki missa af því. Þetta er eiginlega svolítið svipað og með landslagið, sem "yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt". Þetta öðlast allt aukið gildi ef því er haldið vel til haga.

Líst vel á það hjá þér að stefna á Laugaveginn. Held að það hljóti að vera toppurinn. Þannig er það alla vega hjá mér. Í þessum málum gildir sú einfalda regla, að öllu forfallalausu, að maður kemst það sem maður ætlar. Þetta snýst bara um skynsamlegan undirbúning með hæfilegri stígandi.

Einhvern tímann á næstu vikum vonast ég til að geta opnað betri vefsíðu um fjallvegahlaupaverkefnið mitt, með drögum að hlaupadagskrá o.s.frv. Því fleiri sem slást í hópinn, því ánægðari verð ég. Það er jú eitt af markmiðunum að fá aðra til að líta á þessa sérstæðu útivist sem tækifæri til að glæða lífið lit.

Stefán Gíslason (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband